Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Qupperneq 34
34
til 1576 styrkist vi<5 það, aÖ engar bækur voru prentaðar
1577, svo kunnugt sé, og hefur þaÖ þá verið af þvi, að
Jón prentari var utan veturinn 1576-77 og kornið aptur
ineð nýju pressuna sumarið 1577, en elcki fengist tími til
að koma út neinni bók þaö sem eptir var ársins. Önnur
afleiðing af utanför hans var sú, að 5. marz 1576 kom út
konungsbréf, sem veitti Jóni til afnota og ábúðar kongs-
jörðina Núpufell i Eyjafirði gegn því að hann héldi þar
prentsmiSju og prentaði þær bækur, sem biskup vildi
prenta láta, gegn sanngjörnu verði. Þetta var veitt sam-
kvæmt tillögum Guðbrands biskups sjálfs. En þrátt fyrir
þessi hlunnindi, sem Jón þannig mátti njóta, heldur
hann áfram að vinna að prentverki á Ilólum, og ekkert
heyrist lengi um prentsmiðju á Núpufelli. í maí 1578
kemur út Jónsbólc á Hiólum; 1579, “Um guðs reiði og
miskun” eftir Huberinus; 1580, Salomons orðskviðir og
Jesú Síraksbók; og 1581, guöspjallabók. Árið 1582 er
álitið að prentuð hafi verið önnur útgáfa af Jónsbók, en
hún hefur engan prentstað eða ártal, enda vantar titilblað
á eintök þau, sem til eru; hefur opt verið talið, að þessi
útgáfa hafi einmitt komið frá prentsmiðjunni á Núpu-
felli, en fyrir því er engin sönnun. Þá kemur næst út
frá Hólum Biblían ('Guðbrandsbiblía) 1584; svo er
prentuð sálmabók þar 1589. Sama árið kemur út á Núpu-
felli Dietrichs ‘íSummaría yfir það Nýja testamentið”;
1591, “Summaría yfir það Gamla testamentið,” líka á
Núpufelli. 1592 er prentuð “Apología” Guðbrands
biskups fyrir Jón Sigmundsson, en á henni er enginn
prentstaður, og loks kemur út á Hólum 1594, “Cate-
chismus,” “Graduale,” og “Um dómadag,” eftir N. Palla-
dius, og síðan er alt prentað á Hólum. Eg hefi einungis
getið hér þeirra bóka, sem eintök eru til af. En nú er
spurningin, hvernig þessu prentverki hafi verið varið,
hvort hér hafi verið að ræða um tvær prentsmiðjur, aöra