Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Síða 74
72
ur í Eyjafjar'Öarsýslu, var 7 ár í Grímsey hjá þeim Árna
Þorkelssyni skáldi í Neöri Sandvik og Baldvin Jónatans-
syni á Ey'ðum í Grímsey, vandist Gunnar sjómensku og
eins því að síga i björg eftir fuglum og eggjurn og varð
snemma vel liðtækur til beggja þessara starfa, enda
gerðist bann góður þroskamaður, sterkur, vel fylginn sér
og ræðari ágætur. Frá Grímsey fór hann til Flateyjar á
Skjálfandaflóa og var þar vinnumaður hjá Elíasi Jóns-
syni, bróður Jónasar ibónda á Látrum á Látraströnd i
Þingeyjarsýslu, nafnkends manns. Eftir 3 ára veru i
Flatey flutti Gunnar til þessa lands, 'það var árið 1887.
Fyrsta sumarið, sem hann var i þessu landi vistaðist hann
í vinnu á C.P.R. járnbrautina. Um haustið fór hann til
Nýja íslands og var um veturinn hjá frænda sínum
Gunnari bónda Helgasyni Guðlaugssonar frá Steinkirkju
í Fnjóskadal. Vann við fiskveiöi á Winnipegvatn bæði á
sumrum og vetrum. Giftist 1894 Guðrúnu Helgu Jör-
undsdóttur Sigmundssonar og konu hans Auðar Gríms-
dóttur frá Búrfelli í Hálsahrepp í Borgarfjarðarsýslu.
Auður er alsystir ]?eirra mörgu og merku systkina, sem
kend eru við Grímsstaði í Reykholtsdal. Gunnar og Guð-
rún voru 1 ár í Winnipeg, fluttu þaðan austur til Ontario
og héldu þar matsöluhús fyrir C.P.R. járnbrautina. Þar
vann Gunnar við ýms störf fyrir það félag. Til Winni-
pegosis fluttu þau áriö 1899, bjuggu um nokkur ár í bygð
íslendinga á Red Deer Point, en hafa nú um mörg ár
búið hér í bænurn, og eiga hér myndar heimili. Gunnar
hefir mest stundað fiskveiði hér i vatninu siðan hann
flutti hingað og jafnan þegið hlut sinn þakksamlega hvert
sem hann var smár eða stór í hver vertíðarlok. Enda hefir
þeim hjónum liðið vel í sinni búskapartið og ætíð verið
sjálfstæð efnalega. Gunnar er mesti hiröumaður um
heimili- sitt og ágætur húsfaðir, skemtilegur í viðræðum,
tninnugur og fróður um fornt og nýtt. Kona hans er