Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Síða 50
48
ísleifssonar, “fálkafangara,” sem kalla'Sur var. Nú býr
AuÖunn, sonur Jóns ÞórÖarsonar á þessari jörð. Páll á
Árkvörn átti Þuríði systur Jóns í Eyvindarmúla, hins
mestu búkonu og stórráða mjög. Jón ÞórSarson var
einnig þigmaður Rangvellinga um miðja öldina. Ekki
þótti hann samt atkvæðamaður á þingi, en lét lítið til sín
taka um þingmál, þótt vitmaður væri hann mikill og vel
.máli farinn. Jón var meðalmaður vexti og sterklega
bygður, skegg mikið hafði hann niður á bringu, grá-
hærður varð hann snemma og lengi hvítur fyrir hærum.
Mjög var hann skemtilegur heim að sækja, enda var ávalt
nóg umtalsefni til reiðu því fræðimaður var hann mikill
og vel að sér í sögu landsins. Hagaði hann ávalt samræð-
um sínum eins og hest átti viS i hvert skifti. Sá, sem
þessar línur ritar gisti eitt sinni að Eyvindarmúla á upp-
vaxtarárum sínum. Var Jón þá hniginn að aldri. Lét
hann gest sinn sofa í herbergi sínu, og var langt liðið
nætur áður farið var að sofa. Umræðuefnið var nóg.
Sturlunga var tekin til yfirvegunar og rakin. Lagði hinn
fjölfróöi bóndi þar rökfiman dóm á menn og málefni.
Svo sem áður var að vikið skildi lækur einn lönd Ár-
kvarnar og Eyvindarmúla. Varð hann þeim mágum hrátt
að ágreiningsefni svo vinátta var ekki svo sem búast
hefði mátt við milli þessara mikilhæfu manna. Báðir
vildu nota lækinn til áveitu á engjar sínar, sem lágu fyrir
neðan túnin. Af samkomulagi gat ekki orSið um notkun
lækjarins, en deilur miklar og málaferli spunnust af sem
stóðu yfir um langt skeið. Kirkja var á Eyvindarmúla,
var henni þjónað af séra Skúla Gíslasyni á Breiðabólsstað,
sem þá var einhver hinn skörulegasti prestur landsins.
Á sumrum sókti hið mesta fjölmenni að kirkjunni í Múla,
bæði til aS hlus’ta á þennan mikla kennimanns og til að
fá tækifæri til að heimsækja Barkarstaða heimili. Oft
urðu sunnudaga gestir um sextíu að tölu, og öllum var