Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Síða 49
47
heppmn. Um langt skei'Ö var hann skipstjóri viÖ Eyja-
fjallasand, fór nrikiÖ orö af snild hans og hamingju i þvi
starfi. Sóttust ungir menn jafnan eftir aÖ verÖa hásetar
hjá honum, eða Sighvati í Eyvindarholti; voru þeir tveir
fremstir allra bænda i þeim sveitum og sjógarpar miklir.
Einnig var Páll söngmaður mkill, og um hann mátti segja
sem Gunnar á HlíÖarenda, að enginn var sá leikur að
nokkur þyrfti við hann að keppa. Páll var maöur ör í
lund og óvæginn í deilum, hlifðist hann lítt við þótt við
lærða rnenn væri að etja, en varði málstað sinn jafnan af
kappi hver sem í hlut átti. Má segja um Pál að hann var
mestur andlegur leiötogi í bændastétt, sem Eljótshlíðin
átti um og eftir miðja nitjándu öldina.
Stutta bæjarleið vestur með hlíðinni er Eyvindarmúli,
liggja túnin saman á Árkvörn og Eyvindarmúla, er lækur
einn aðskilur, sem um leið, er landamerki xnilli jarðanna.
Túnin eru slétt og grasgefin mjög, en fyrir ofan há hlið
með stuðlabergi. Búfjárhagar frá þessum jöröum eru
upp á hliðinni, en þangað liggur einstígi eitt all'bratt.
Eyvindarmúli er einkar fögur jörð og góð, þann bæ bygði
fyrstur Eyvindur Piaugsson frá Hliðarenda, og er jörðin
við hann kend. Var hann sekur geröur úr Fljótshlíðinni
fyrir vig árið 930, um leið og alþing var sett við Öxará.
Fluttist hann þá að Eyvindarhólum undir Eyjaf jöllum og
þaðan að Eyvindarholti. Eiríkur Eyjúlfsson bjó fyrstur
sinna ættmenna í Eyvindarmúla; átti hann fyrir konu
Ólöfu Nikulásdóttur frá Munkaþverá (um 1600). Frá
þeim timum hefir óslitinn ættleggur þeirra, í karllegg,
búið að Eyvindarmála á fjórða hundraö vetra, og hefir
jörðin verið óðalseign ættarinnar. Má rekja þá ætt alla
leið til Eiríks Eyjúlfssonar frá Dal og Iielgu Jónsdóttur
Arasonar hiskups. Síðari hluta nítjándu aldar og á önd-
verðri hinni tuttugustu, bjó Jón Þórðarson aö Eyvindar-
múla, um sextíu vetur. Var Þórður faðir Jóns Jónssonar