Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Síða 80
78
nefnt Acton. Nokkrir venzlamenn þeirra og skyldfólk
var í þessu ferÖalagi með þeim. Sex milur vestur af þessu
litla þorpi Acton, North Dakota, settist þessi ferÖa-
mannahópur aÖ og tók þar heimilisrétt. Frá þessu tíma-
bili til 1890 myndaÖist þar dálítil íslenzk nýlenda, sem
nefnd var Little Salt. Þessi bygð var skóglaus flatneskja,
en ágætis akuryrkjuland. í þessari bygÖ bjuggu þau
Aðaljón og Ólöf 19 ár. Seldu þá bújarÖir sínar þar og
fluttust bingað til Winnipegosis haustið 1899. En þá
var líka búskap og samverutíð þeirra bjóna lokiÖ, því
Aöaljón dó af slysförum 20. desember það haust. íslend-
ingum hér í bygð og öðrum, sem hann þektu var mikill
harmur kveðinn við fráfall hans. Hann var valmenni að
allra dóm, sem þektu hann. Ekkja hans Ibjó þann vetur
með börnum þeirra hér í bænum, sem þá var aðeins ný-
byrjað að byggja, en flutti vorið 1900 norður á tanga
þann viö þetta' vatn, sem heitir Red Deer Point, og bygði
þar fyrsta húsið, sem verulega gat þá kallast því nafni.
Ólöf má þvi með, réttu nefnast móðir íslendinga bygðar-
innar, sem hófst á þessum tanga aldamóta árið 1900.
Aðaljón og Ólöf eignuðust 12 börn, 6 dóu í æsku. Hin,
sem komust til fullorðins ára verða hér talin: Ólafur
Soffonías, dó rúmlega tvítugur í Wannipeg. Kristin
Soffía, verður minst hér á eftir. Guðjón, giftur Elísa-
betu Björnsdóttur Sigurðssonar ('Crowford) frá Kambi í
Króksfirði í Barðastrandasýslu og konu hans Sigríðar Pét-
ursdóttur frá llríshóli í Reykhólasveit. Þau búa hér
i bæ, eiga snoturt heimili og 4 myndarleg börn. Guðjón
stundar fiskveiði. Emilía Laufey, gift Albert Stefáns-
syni Jónssonar bónda á Red Deer Point, var í stríðinu
nærfelt 3 ár. Þau eiga heimili hér í bæ og mörg börn
ung. Albert stundar fiskveiði. Kári Vilbert, giftur Svan-
hildi Ólafsdóttur Jóhannessonar frá Blönduhlíð í Iiörðu-
dal og konu hans Valgerðar Guðmundsdóttur frá