Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Qupperneq 27
27
ari til aS dreifa en bænalbók þeirri, er Jón Mattíasson hafÖi
prentaÖ á íslandi, og virðist dr. Collijn hafa fært líkur
fyrir, að blöðin geti verið einmitt úr henni. Ekki bera
þau vott urn að íslenska prentsmiöjan hafi verið sérlega
vel sett að letri og öðrum útbúningi. Stíllinn er gotneskur
af því tæi, sem kendur er við bæinn Schwabach á Þýska-
landi (Schwabacher) og er heldur ljótur, en ekki telur
Collijn, aö letrið sé nákvæmlega eins og það, sem finna
má á svenskum bókum frá þeim tíma, og þykir honum því
líklegast, að það hafi komið beint.frá Þýskalandi, enda
gæti það íbent til ]?ess, að prentarinn sjálfur hafi komið
þaðan, þótt sænskur væri. Blaðsíðunni er skift í tvo
dálka og 29 línur í hvorum, hlaupatitlar eru breytilegir,
og arkatalið efst á blaðsíðunni til hægri; upphafsstafir
tvennskonar, o. s. frv. Ekki eru á ]?essum blöðum nótur
eða rauðar fyrirsagnir. En mjög merkileg eru þau vegna
þess, að þau kunna að vera þær einu menjar um prent-
verk úr kaþólskri tíð á íslandi.*J
Þá voru tímamót kaþólsku og lútersku á íslandi, og
brátt stóðu biskuparnir á Hólum og í Skálholti andvígir
hvor öðrum í trúmálum. Var því ekki við því að búast,
að Skálholstbiskupinn fengi að nota eða ætti aðgang að
norðlensku prentsmiðjunni. Gissur biskup lét því prenta
erlendis þær tvær ibækur, sem hann kom á framfæri, aðra
í Hróarskeldu fNýja testamentið, 1540J, en hina í Ro-
stock fCorvinus postillu, 1546J. Það hafa engar greini-
legar sagnir af því farið, að Jón Hólabiskup hafi á þeim
árum látið prenta neitt, og hefur jafnan veidð talið, að
prentverkið hafi staðið athafnalaust. En í seinni tíð hafa
menn þótst finna vitni, er bendi í aðra átt. Fyrir svo
sem fimtán árum gaf Hannes skjalavörður Þorsteinsson
*)Sjá frekar um þetta t bðk minni Icelandic books of the six■
teenth century, Ithaca, N. Y., 191G.