Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Síða 53
51
kona Erlings gáfuS kona og bókhneigS mjög. Áttu þau
hjón margt barna, sem öll voru víÖlesin og fróh. Fannst
mönnum þeir vera komnir í skóla, er komiÖ var að Sáms-
stöðum, svo var andrúmsloftið þrungið af fróðleik og
mentun. Alt var þar lesið, nýtt og gamalt, og margir voru
þeir gestir, er fróðari fóru þaðan úr hlaði, eftir því sem
þeir höfðu hæfileika til að taka á móti.
líreiðabólsstaðir í Fljótshlíð voru um margar aldir
eitt af ibeztu prestaköllum landsins. Þá jörð telja fræði-
menn að fyrstur hafi bygt Sighvatur rauði og Gunnar á
Hlíðarenda. Á ofanverðri n. öld bjó þar séra Jón Ög-
mundsson, síðar biskup á Hólum, var hann og þar fædd-
ur. Móðir hans var Þorgerður Egilsdóttir Hallssonar af
Síðu. Jón prestur varð hinri fyrsti Hólabiskup, 1106, og
einn af hinum beztu biskupum, sem setið hafa að Hólurn.
Fyrir og eftir aldamótin 1200 bjó Ormur Jónsson að
Breiðabólsstað, auðmaður mikill, forvitri, góðgjarn og
göfugur. Var hann sonur Jóns Loptssonar í Odda, sem
kallaður var hinn “ókrýndi” konungur íslands. Ormur
var veginn í Vestmannaeyjum árið 1218. Eftir miðja 18.
öldina bjó að Breiðabólsstað Högni prófastur Sigurðs-
son, einn af göfugustu prestum 18. aldarinnar, forfaðir
hinnar fjölmeinu Högna-ættar. Högni prestur átti 9 dæt-
ur og 8 sonu, sem allir urðu prestar viðsvegar um landið.
Eru ættir miklar komnar frá þeim Högna sonum, ein
þeirra er hin fjölmenna Þorvaldar-ætt. Högni prófastur
andaðist að Breiðabólsstað 1777. Stefán Högnason varð
þar prestur eftir föður sinn fyrir og eftir aldamótin 1800.
Rúmum þrjátíu árum síðar varð Tómas Sæmundsson
prestur að Breiðabólsstað og prófastur i Rangárþingi.
Var hann, eins og kunnugt er, einn hinn allra mikilhæf-
asti prestur landsins, brennandi áhugamaður fyrir öllum
velferðamálum landsins, bæði andlegum og veraldlegum.
Högni prestur Sigurðson var langafi Tóntasar Sæmunds-