Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Síða 101
99
beinsstaðahrepp í Snæfellsnessýslu. Foreldrar Magnús
GuÖmundsson frá Snóksdal og kona hans Elísabet Bergs-
dóttir, 'þá búandi hjón á KaldáAakka, ólst upp nieð for-
eldrum sínum þar og í Laugarnesi, þar til þau dóu, fór þá
til Reykjavíkur og var þar hjá Gunnlaugi Péturssyni, fór
frá honum til Ágúst Thomsens verzlunarmanns i Reykja-
vík og vann þar viÖ ýms verzlunarstörf í 20 ár. Fluttist
til þessa lands 1911 og vistaÖist hér íyrst sem vinnumaður
við vetrarfiskveiði, var hér ekki aö staðaldri fyr en árið
1914. Keypti þá hús meÖ lóð hér í bænum og settist hér
að. Elís giftist árið 1901, Guðrúnu Benediktsdóttur
Hannessonar og konu hans Vilborgar Björnsdóttur, þau
hjón bjuggu í Haukabrekku á Skógarströnd i Snæfells-
nessýslu og þar er Guðrún fædd áriö 1870, og ólst þar
upp til 12 ára aldurs ,fluttist þaðan með foreldrum sinum
að Narfeyri, var þar i 4 ár, fór þaðan að Klettakoti í
sömu sýslu og átti þar heimili í 5 ár, þaöan fluttist hún
að Bjarnarhöfn, en þaðan til Reykjavíkur, þar lærði hún
yfirsetukonu fræði og vann við þau störf meðan hún átti
þar heima. Hér í bygð hefir hún mest stundað ljós-
móðurstörf og þar að lútandi hjúkrun og fær mikiö lof hjá
lækni bæjarins fyrir þekkingu sína i þeim greinum. Elís
maður hennar dó í Winnipeg fyrir nokkrum árum. Hann
var ahnent álitinn merkur maður til orða og verka. En
elckja hans býr hér enn og vinnur aö áður nefndri iðn
sinni.
Pétur Jónsson Norman. Hann er ættaður úr Skaga-
firði, sonur Jóns Jónssonar frá Syðstugrund í Blöndu-
Iilíð og konu hans Bjargar Jónsdóttur Skúlasonar úr
Hegranesi sömu sýslu. Pétur ólst upp þar í firðinum til
fullorðins ára, fór frá íslandi til þessa lands árið 1900
og bjó um tíma í Þingvalla nýlendunni í Sask., fluttist
þaðan til Foam Lake í sama fylki og bjó þar, fluttist árið