Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Side 31
31
allbreytt frá hinni fyrri, skýringargreinum slept, formála
o. fl. Efalaust hefur útgáfan frá 1558 verið mjög fágæt
á dögum Brynjólfs biskups, en ætla mætti þó að eintak
hafi verið til í Skálholti eða að biskup, að minsta kosti,
hafi séð það einhversstaðar á vísitatíuferðum sínum. En
skyldi það nú vera með öllu ómögulegt, að hjá séra Torfa
sé hér eitthvað . blandað málurn, og þessir "Fjórir guð-
spjallamenn” séu einmitt þessi 'bók eða brot úr henni?
Það hefir ekki verið dæmalaust, að brot eða kaflar úr
henni hafi gengið manna á milli sem sérstök bók; að
minsta kosti á Fiskesafnið upprisusöguna sérstaka og vel
innbundna, og hjá eldri höfundum er 53. kapítuli Ejsaja
talinn sérstök bók ,þótt hann sé einungis hluti af útgáf-
unni frá 1558. Um slík bókalbrot, sem hvorki höfðu titil-
blað, prentstað, né ártal, gátu myndast alskonar sagnir,-
og voru menn ekki ætið gætnir eða gagnrýnir gagnvart
þeim. Líka eignuðu menn þá stundum höfundum rit,
sem þeir als ekk höfðu sarnið; þarf eigi annað en minna
á, að Brynjólfur biskup eignaði Sæmundi fróða Eddu-
kvæðin, þótt enginn fótur væri fyrir því, að minsta kosti
að því sem kunnugt er. Og eitthvað líkt kann að hafa
átt sér stað með þessa "Fjóra guðspjaUamenn” Jóns Ara-
sonar, þótt erfitt sé aS ráða þá gátu nú.
Þegar siðabótin komst á í Hólabiskupsdæmi, eptir
fráfall Jóns biskups, tók séra Jón Mattiasson hina nýju
trú og hélt prestsemlbætti sinu á Breiðabólsstað. Engar
líkur eru tij, að hann hafi prentað neitt á fyrstu árum
hins nýja siðar, enda var Ólafur biskup Hjaltason enginn
framkvæmdarmaður, og þeir Skálholtsbiskuparnir, Mar-
teinn og Gísli, létu prenta í Kaupmannahöfn þær bækur,
sem þeir gáfu út. Eru nú til tvær ibækur úr embættistíð
Ólafs biskups, sem nokkurn veginn er víst, að prentaðar
hafi verið af séra Jóni á Breiðabólsstað. Hin fyrri þeirra,
sem alment er talin prentuð um 1559, er ‘‘Passio, þat er