Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Side 93
91
og sjávar. ÁriÖ 1883 fluttist hann til þessa lands og sett-
ist að í YVinnipeg. Stefán er tvígiftur. Fyrri kona hans
var Sigurlína Sveinsdóttir frá Jarlsstöðum í Grýtubakka-
hreppi í Þingeyjars. Sigurlina dáin fyrir mörgum ár-
um. Þau eignuðust einn son, Albert að nafni fSjá þátt
Aðaljóns Guðmundssonar frá SköruvíkJ. Stefán giftist
í annað sinn og átti þá Ingibjörgu Sigríði Jónsdóttur
Markússonar Þorlákssonar ríka frá Gröf á Iiöfðaströnd i
Skagafjarðarsýslu. Móðir Ingibjargar hét Kristín Jóns-
dóttir ættuð úr Siglufirði. Ingibjörg kona Stefáns er
fædd í Stafni í Deildardal í Skagafjarðarsýslu 11. desem-
ber 1853, ólst þar upp með foreldrum sínum. Var 16 ár
hjá föðursystur sinni á Karnbi í sömu sýslu, fluttist til
þessa lands árið 1887 og settist að í Winnipeg. Giftist
þar 4. janúar 1889 áður nefndum Stefáni og bjuggu í
Winnipeg, voru 2 ár í Nýja íslandi. Fluttust frá Win-
nipeg á Red Deer Point árið 1902 og búa þar síðan. Börn
Stefáns og Ingibjargar eru þessi: Guðni Valdimar, gift-
ur Maríu Pétursdóttur Jónssonar Norman og fyrstu konu
hans Ingunnar Pálmadóttur, Skaga-Pálma svo nefnds,
þau búa í Red Deer Point, eiga þar heimilisréttarland,
stunda bæði kvikf járrækt og fiskveiði og búnast vel. Hann
var sjálfboði í stríðinu mikla írá 17. marz 1916 til stríðs-
loka. Sigurlín Fanney, gift manni af enskum ættum; þau
búa í Winnipeg. Jórunn Valdína, dáin 13. nóvember
1918, mjög myndarleg og velgefin stúlka, 24 ára að aldri.
Kristinn Vígbald, giftur Margrétu Guðmundsdóttur ís-
leifssonar og konu hans Guðrúnar Guðmundsdóttur frá
Vestmannaeyjum. Hann var sjálfiboði i stríSinu rnikla
frá 17. marz 1916 til stríðsloka. Baldi, alment nefndur
svo, er mjög fjölhæfur til verka. Hann stundar smíðar á
sumrin en fiskveiði á vetrin, á heimili í bænum. Þau
eiga 6 börn öll á æsku skeiði. Gömlu hjónin Stefán og
Ingibjörg eru gestrisin og glöð heimsóknar, skemtileg í