Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Side 68
66
rúmu ári síSar, 31. maí 1922 hjá dóttur sinni áÖur
nefndri, Mrs. A. Moyer, þá á 75. ári.
Jón Gíslason frá Brekku í Brekkudal í Dýrafirði í ísa-
fjarÖarsýslu. Foreldrar Gísli Jónsson og GuÖrún Ólafs-
dóttir Ólafssonar frá Rana í sömu sveit. Kona Jóns er
FriÖrika Oddsdóttir, óÖalsbónda á Lokinhömrum í Arn-
arfirði. Móðir Friðriku var Margrét Pétursdóttir, systir
Andrésar skipstjóra í Haukadal. Jón og Friðrika fluttust
vestur um haf til þessa lands sumarið 1887, og fóru strax
til Winnipegvatns og hjuggu í Mikley, en þaðan fluttu
þau hingað á fyrstu árum þessarar bygðar. Stundaði Jón
mest fiskveiði þau ár, sem hann bjó hér. Héðan flutti
hann til The Pas, Man., þegar sá bær byrjaði að byggjast
eftir að járnbrautin var lögð þangað. Jón mun hafa keypt
bæjarlóð í The Pas, en seldi eign sína þar og flutti eitt-
hvað norður með Hudson Bay járnbrautinni og er þar
nú það eg til veit. Börn Jóns og Friðriku voru þessi:
Margrét, gift Páli Gottskálkssyni, þau eru búsett á Gimli;
Ólafur, giftist konu af Indíána-ættum; hann druknaði
hér 14. október 1913. Gísli, Jón, Guðrún og Þórlaug
munu búa í grend við foreldra sína þar norður frá.
Þorkell Gíslason var fæddur á Halakoti í Flóanum í
Árnessýslu 1858. Hann ólst upp með foreldrum sínum
og fluttist með þeim að Esjubergi á Kjalarnesi í Kjósar-
sýslu. Lærði trésmíði í Reykjavík. Fluttist til þessa
lands 1886 og hingað til Winnipegosis 1897, með þeim
allra fyrstu íslendingum, sem hingað fluttu og stundaði
hér fiskveiði. Hingað kom hann frá Manitobavatni hafði
um nokkur ár verið í Þingvalla-bygð, Sask. Þorkell gift-
ist aldrei, bjó einn síns liðs um nokkur ár á Red Deer
Point, stundaði þar fiskveiði að vetrarlaginu og hafði
jafnframt því nokkra nautgripi. Hann var mikill dýra-