Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Side 59
57
sama sem opnaðar. Þegar hingaÖ er komiÖ frásögn minni
rofnar alt þagnargildi um kosti þessa vatns og fiskisög-
urnar fara, eins og máltækiS segir. Ekki þurftu þær a8
staulast staflausar lengra en til Winnipeg, ]>ví íslenzku
ritstjórarnir veittu þeim allan fararbeina ókeypis, léÖu
þeim meÖ ánægju fréttafleytur sínar og stafi til aÖ styðj-
ast viÖ um allar bygðir Islendinga. Alstaðar var þeim
tekið með opnum hlustum hjá landanum, en þó langbezt
hjá þeim eldri, sem höföu fæðst upp viÖ sjávarsíðuna
heima á gamla landinu og þektu þær að fornu fari eins og
fingur sína. Á landkosti hér mintust þeir aldrei, sagnir
þeirra spunnust allar um vatnið og fiskana. Fyrsti ís-
lendingurinn, sem vildi prófa sannleiksgildi þessara fisk-
sagna, mun hafa verið Þórður Jónsson frá Fossi i Kjós í
Kjósarsýslu. Fyrsta vetrarvertíð hans við fiskveiði hér
var veturinn 1897-8. Frá þessum tíma fer þeim að
fjölga, sem fluttust hingað til fiskveiða, svo veturinn
^899 eru íslendingarnir orðnir 14, sem áttu útgerð sína
sjálfir hér á þessu vatni. Fyrsta veturinn var fiskurinn
fluttur til Sifton, því þangað var járnbrautin komin eins
°g áður er sagt, en næsta sumar 1898 komst hún hingað.
f'essir íslendingar, sem þá voru komnir hingað höfðu
heimili sín hér í bæjarþorpinu, sem þá var aðeins að byrja.
að byggjast.
íslenzk bygð úti á landi hófst ekki fyr en vorið 1900.
iiyrjuðu þar fyrst ibúskap nokkrir íslendingar frá Noröur
Dakota. Og sýna þættirnir, sem hér fylgja á eftir, hverj-
lr þeir voru. Nýlendusvæði það, sem þeir kusu sér til
abúðar var tangi sá, sem skagar hér út í vatnið norður
frá bænum, og nefndur Red Deer Point. Hann er 30
enskar milur á lengd en um 4 mílur þar sem hann er
breiðastur, vogskorinn er hann og víða góðar hafnir og
lendingar. Samt var sá hængur á þessu kjöri að land-
var ómælt, svo enginn vissi hvar hann var staddur.