Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Qupperneq 137
bróðir hans fyrir. í Nýja ísl. var hann tæp tvö ár, fór
þá vestur til Seattle og var þar 6 mánutSi, síðan austur
aftur til Grafton, N. Dak., þar ikvæntist hann, Sigur-
veigu Jónsdóttur, ættaðri af Langanesströndum. Sjö
ár var hann í Grafton. Þá fluttust þau hjón vestur aftur.
til Blaine, en settust brátt aÖ í Marietta, þar keypti hann
sér ofurlítinn landblett í bænum, bygöi snoturt heimili og
bjó þar 18 e8a 19 ár. Á því tímabili misti hann konu
sina. Kom til Blaine kringum 1917 og hefir veriS þar
síÖan. Einn son á Þorsteinn þann er Sigurður heitir.
Hann er kvæntur hérlendri konu og býr í Seattle. Sagt
er að hann sé ef til vill ríkasti íslendingUr í Seattle. —
Þorsteinn er einn af þessum gömlu, góSu íslendingum,
sem lætur lítiS yfir sér, en er og hefir veriS fastur fyrir
sem bjarg og áreiSanlegur aS sama skapi. Sama gilti og
um bróSur hans SigurS heitinn Ólafsson.
Jón Stefánsson (Stevens) sonur Þorbjargar og fyrri
manns hennar fsjá næst á undanj er fæddur 1873 aS
LeifsstöSum í Svartárdal í Húnavatnssýslu. Hann ólst
upp hjó föðurbróSur sínum Jóni Stefánssyni aS Völlum í
SkagafirSi, þar til hann var 10 ára. Næstu 4 ár var hann
hjá Bjarna Bjarnasyni á Löngumýri og eitt ár á Frosta-
stöSum hjá Jóni bónda Magnússyni. Kom aS heiman
1888, var næstu 3 ár ýmist í Winnipeg, eSa Selkirk. Ár-
iS 1896 kvongaSist hann Jórunni Ásmundsdóttur, systur
Þorgils Ásmundssonar. Jórunn er fædd 1871 aS Minni-
borg á Grímsnesi. Kom til Winnipeg aS heiman sama ár
og Jón og var þar unz hún giftist. Þau hjón bjuggu eitt-
hvaS í Selkirk, Man. Fluttu vestur til Seattle 1901, og
þaSan til Blaine 1903, og hafa veriS þar síSan. Börn
eiga þau sex, þau eru: GuSbjartur Marshall, giftur
Jóninu, dóttur Halldórs Jónssonar frá SleitustöSum;
Thorberg, giftur innlendri konu, og Ásbjörn Unnar,