Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Side 124
(slendingar á Kyrrahafsströndinni.
Samið hefir Margrét J. Benediétsson
II. BLAINE
Framhald írá 1929
Stefán Árnason er fæddur 1866. Foreldrar hans voru
hjónin Árni Árnason frá Sílastöðum í Eyjafjarðars. og
Kristín Jónsdóttir, ættuð frá Bandagerði nálægt Akur-
eyri. Systkini Árna voru þau Stefán bóndi Árnason, er
allan sinn búskap bjó að Djúpárbakka í Eyjafj.s. Árni
Árnason var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Ólöf
Jónsdóttir, ættuð úr Eyjafirði. Með henni átti hann
þrjú börn. Elst af þeim var Guðrún, móðir Gamaliels
Thorleifssonar, bónda við Gaxdar, N. Dak; Jóhann og
Margréti. Með seinni konu sinni, Kristínu, átti hann,
6 börn; Ólöf, giftist fyrst Jóhanni Jóhannssyni, bróður
séra Árna í Glæsibæ og þeirra systkina. Árni, giftist
Ingibjörgu dóttur Sigurðar og S'offíu, sem bjuggu að
Dagverðartungu í Skriðuhr. um skeið. Anna, var fóstruð
af þeim hjónum Stefáni og Sigríði að Djúpárbakka. Idún
andaðist um tvítugs aldur. Sigurjón, giftist Sigrúnu
Bjarnadóttur Arngrímssonar prests að Bægisá, og Sigur-
rósar Þorláksdóttur frá Vöglum á Þelamörk. Stefán, nú
í Blaine, giftist Kristjönu Halldórsdóttur Magnússonar,
getið hér á öðrum stað, og Sigríður, hún giftist Árna
Árnasyni fspekúlantsj, sem. nú búa að Blómsturvöllum i