Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Side 128
126
kvöldskóla þeirra, en síðar við Broadway High School.
Jafnhliða prestaskóla námi vann eg lengst af fyrir Pacific
Telephone félagið. Tvö árin stundaði eg jafnframt nám
við Portland Academy, ágætan undirbúnings skóla. Úr
prestaskólanuni útskrifaðist eg 9. maí 1914.—Fór eg
strax til Blaine. Starfaði þar fyrst með séra H. J. Leó;
tók vígslu 14. febr. 1915. Starfaði í Blaine og á meðal
íslendinga á Kyrrahafsströnd unz eg fór til Girnli 11.
marz 1921. Öll þessi ár, nærri 7 ár var eg ibúsettur í
Blaine. — Fyrri kona mín var Halldóra Ingibjörg Ás-
grímsdóttir Hállson, eru foreldrar hennar búsett i Seattle.
Ásgrímur er Ásgrímsson Hallssonar. FöSurætt Asgríms
er úr Hjaltadal í Skagafirði. Sigríður kona Ásgríms er
Jónsdóttir Halldórssonar frá Veðrará í Önundarfirði.
Hún dó í Blaine 11. des. 1918. Þrjár stúlkur lifa af
þessu hjónáhandi; þær eru: Fvangeline Vigdis, fædd 28.
febr. 1912; Josephine Sigriður f. 5. marz 1914 og Freyja
Elenor f. 19. ágúst 1915.—Síðari kona mín er Ingibjörg
Jóhanna, dóttir Jóns heitins Péturssonar og konu hans
Steinunnar Jónsdóttur, er lengi bjuggu á Sóleyjarlandi í
grend við Gimli. Var Jón heitinn faðir hennar ættaður
frá Holtsmúla i Skagafirði, en Steinunn móðir hennar
ættuð úr Skagafirði í móðurætt, en föðurætt hennar er úr
Rangárvallasýslu.—O'kkur hefir fæðst eitt barn, drenguf,
sem heitir Karl Jóhann, fæddur 13. sept. 1924.
Hér endar þá saga séra Sig. og er engu við hana að
bæta. Allir geta af henni séð, hvað mikið námfúst ung-
menni getur lagt á sig, til að ná þráðu marki, þegar vilj-
inn er nógu sterkur. Sig. Ólafsson er prúðmenni hið
mesta i öllu, og hann á mikið af hinni íslenzku þraut-
seigju, sem svo mörgu fleyi hefir komið í höfn. Hann
er án efa einn af beztu íslendingum, sem hér hafa verið,
og átti stærri þátt i aö hefja landa sína í augum samborg-