Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Page 148
146
það, nema þann, sem gekk a<5 skápnum. Lýkur hreppstj.
upp öllum hirzlum, en finnur ekkert grunsamt. En er
hann ætlar að ljúka upp skápnum hefir hann engan lykil,
sem aS honum gengur, heimtar hann nú lykilinn af ömmu
minni, sem að skápnum gangi, segir þá amrna mín að Jón
hafi þann lykil sjálfur. Hreppstj. segist þá brúka kóngs-
lykilinn, mölvar svo upp skápinn og finnur þar ekkert,
sem honum finst markvert, nema tin-peninginn, er hann
tekur með sér.
Þegar Jón var yfirheyrður af sýslumanni, og spurður
að hvernig standi á pening þeim, er maðurinn fór með í
búðina, segir Jón aS hann hafi fengið peninginn úti í
frönsku fiskiskipi, sem komið hafi inn á Ólafsvík, og
sagðist hafa gefið frænda sínum peninginn. Var ekki
hægt að vita uin hvort þetta var satt, þvi enginn vissi um
hvar skipið var nú, eða nafn þess. En er hann var spurð-
ur um, hvort hann hefði búiö til þenna tin-pening, kvað
hann það satt vera„ hefði einn sveitungi sinn veðjað við
sig, að hann gæti ekki búið til pening, sem liti út eins og
ekta, og er það var rannsakaS reyndist það satt vera sem
hann sagði.
Af því sterkur grunur lá á Jóni, þá var hann í haldi,
var álitið að hann hefði búið til peninginn, sem maðurinn
fór með i búðina, og var haföur í járnum eftir skipun
sýslumanns.
Nú fór amrna mín á fund föður síns, séra Magnúsar,
var hann þá orðinn fjörgamall, og hafði ekki fótaferð.
Síðan fer hún að sjá Jón bónda sinn í varðhaldinu, og
fær að tala við hann. Svo spyr hún hreppstjórann hvort
hún megi ekki búa betur um járnin, því þau særi Jón; fær
hún leyfi til þess, þegar hún er búin að laga um úlnlið-
ina og háls, fer hún heim til sín.
En þegar hún er farin, duttu járnin af Jóni, setur þá
hreppstj. hann í önnur járn, en það fór á sömu leið;