Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Síða 44
I
42
á sælunnar inndælu strönduni.
Og oft er eg gekk undir eikunum há
me<5 útlendu vinunum minum,
var hjalaÖ um fjöllin og hamrana blá
og hljóminn úr fossunum þínum.
Margir eru iþeir hér vestan hafs, sem þekkja Fljóts-
hlíðina af hinum fornu sögnum, en fáir hafa sé'ð hana.
Úr flestum eÖa öllum sveitum íslands munu menn hafa
flutzt vestur, að undanteknum þessum tveim, Eyjafjöll-
um og Fljótshlíð; þaðan hafa nálega engir komið. Marg-
ir munu spyrja hver sé orsök þessa, og er því fljótsvarað
í þessum sveitum er meiri veðurblíða en nokkurstaðar á
landinu, og óvíða önnur eins náttúrufegurð. Iiafa menn
því gjarnan tekið sér orð Gunnars í munn, eins og skáldið
lætur hann rnæla: “Hér vil eg una aéfi minnar daga alla,
sem Guð mér sendir.”
En einmitt það, hve margir af þeim, sem heim fara á
næsta ári hafa ekki séö þessar sveitir, réttlætir ritgjörð
þessa. Er hún líka samin með það fyrir augum að vekja
athygli ókunnugra á þessum stöðvum. Enginn, sem heim-
sækir ættjörðina á komanda ári má láta hjá líða að sjá
þessar merkustu sveitir landsins, sem sagan og skáldin
hafa hjálpað til að gera svo frægar. í
Hiöfundurinn legst ]>ví aftur niður á Hákolla á Rauöu-
skriðum; ótal myndir halda enn áfram að renna upp fyrir
hugskotssjónum hans; ýmist fagrar myndir náttúrunnar;
mannlífsmyndir frá söguöldinni, eða frá samtíð hans
sjálfs á þessum stöðvum fyrir fimtíu árum síðan.
Sá hluti Eyjafjallanna, sem snýr móti norðri, verður
þá fyrst fyrir augunum, alla leið frá Seljalandsmúla inn á
Goöaland. f Seljalandsmúla að norðan er hellir einn
mikill, sem Kverkarhellir heitir. Er hellir sá þingstaður
norður Eyjafjalla. Að innan er hellir þessi sem hvelfing,
að frarnan, sem standjúl með glugga. Spölkorn ofar er