Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Side 55
53
prófastur andaSist, 2 desember 1888, varS harmur mikill
um Rangárþing,
Fyrir vestan túniS á BreiSabólsstaÖ rennur lækur ofan
hlíÖina, einn af mörgum, Margir þessara lækja hafa all-
mikið fossa-afl, sem nú er notaÖ til framleiöslu rafmagns
til upphitunar, eldsneytis og Ijósa, Hefði þaö þótt draurn-
kendur spádómur fyrir fimtiu árum síðan, ef einhver
hefði getið þess til að rafmagn rnyndi með öllu útrýma
taðinu, mónum og lýsislampanum. Lækur sá eða á, sem
áðúr var nefnd heitir Flókastaðaá. Tveir bæir vestan
við hana tilheyra Fljótshlíðinni: Flókastaður og Núpur.
Heldur svo bæjarröðin áfram óslitin alt að Stórólfshvoli;
stendur sú jörð undir vesturenda Fljótshlíðarfjallsins,
og af henni dregur sveitin nafn og heitir Iivolshreppur.
Á Hvoli bjó Stórólfur Hængsson, bygði hann bæinn fyrst-
ur og er jörðin því við hann kend. Þar var Ormur hinn
sterki fæddur, og Hrafnhildur systir Orms, amma Gunn-
ars á Hlíðarenda. Skamt frá Stórólfshvoli er völlur sá,
er Ormur sló og kallaður er Ormsvöllur. Má enn sjá
hauga þá, sem mynduðust, er þúfurnar voru bornar sam-
an. Frá Stórólfshvoli veröur manni litið suður til sjávar-
ins, verða þá fyrir hinar víðáttumiklu Landeyjar, flóa-
sveitir, grasgefnar mjög en ógreiðar yfirferðar. Þar
rennur hvísl ein úr Markarfljóti til sjávar er heitir Af-
fall. Aðskilur hún austur og vestur Landeyjar. Allskamt
frá sjó á vestari bakkanum stendur Bergþórshvoll. Þar
bjó hinn djúpvitri spekingur Njáll og hin stórráða en
drenglynda Bergþóra. Þar ólst Skarphéðinn upp, hin
hugprúða hetja, sem áður er um getið. All-langa leiö
upp nreð Affallinu er Ossabær; þar bjó Höskuldur Hvíta-
nessgoði og hin metnaðarfulla Hildigunnur. Hér stíga
menn a helgan völl fornrar frægðar. Hér gerðist Njála,
einhver hin skemtilegasta og einkennilegasta saga forfeðra
vorra. Hér verða rnenn þess varir aö síðari kynslóðir
Almanak 1930, 3.