Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Síða 42
40
merkur fríSar, er lýöir
áöur yrktu miÖli
ár Grjóts og Markarfljótsins ;
sólgyltan man eg Múla
mæna þar völlu’ of græna,
Merlcjá, er bregður í bugður
bláar, fegurst ár. O. s. frv,
Og enn kvaS hann um sömu sveit:
Á vori vænust meyja
vafin öll í skraut.
Á sumri fríS húsfreyja,
flest hjá þér er þarft.
Á hausti blíS sem móSir mæt.
Á vetri fagurt línklætt lík,
lífs og dauð ágæt.
FljótshlíSin liggur frá vestri til austurs, og snýr öll
mót suöri. Bæirnir liggja í allþéttri röð upp í hlíðinni
og niður á milli þeirra falla fjölda margir lækir og ár,
sem aSgreina hvora jörSina frá annari. Á vestanverðri
hlíÖinni gnæfir fjalliÖ Þríhyrningur yfir héraSiS, er hann
allur grasivaxinn aS sunnan. Uppi á Þríhyrningi er Flosa-
dalur, þar sem sagan segir aö Flosi og menn hans hafi
leynst eftir brennuna á Bergþórshvoli, í þrjá sólarhringa.
ÞaÖan er svo mikiS víÖsýni aS sjá má yfir átján hreppa,
alt frá Seljalandsmála til HellisheiÖar. Inst á FljótshlíÖ-
inni eru hin tignarlegu Tinfjöll, eru þau hvít sumar og
vetur. AS austanverSu viS Markarfljót eru Eyjafjöllin,
allur noröurhluti þeirra blasir viS FljótshlíSinni alt frá
Seljalandsmúla inn til GoSalands. Uppi á fjallgarSinum
gnæfir Eyjafjallajökuíl viS himin, andspænis Tinfjöllum.
Er hann yfir 5,000 feta hár. Eru þessir háu stórkostlegu
jöklar eins og útverðir yfir héraSinu. Fyrir 'botni sveitar-
innar liggur Þórsmörk, sem og er nafntoguS fyrir fegurS.
Þar bjó Björn í Mörk, kunnur af Njálu. Þórsmörk er