Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Qupperneq 36
36
fengiÖ Núpufell til ábúÖar, þar sem þaÖ var svo langi
frá Hólum; en líklega hefur þaÖ veriÖ af þvi að engin
önnur kóngsjörð' var laus nær. AÖ öllum líkindum flyt-
ur hann ekki til Núpufells næstu ellefu árin, og má gera
ráð fyrir því, að það hafi verið vegna þess, að biskup hafi
ekki mátt missa hann, enda var þá annríkt við prentstörf
á Hólurn. Þegar prentun sálmalbókarinnar er lokið, fær
Jón loks að flytja til Núpufells með prentsmiðjuna og
prentar sama ár fyrstu bókina þar. Situr hann þar, að
því er virðist næstu fjögur ár, en biskup hefur saknað
prentsmiðjunnar, og er því líklegt, að hann hafi keypt
hluta Jóns og samerfingja hans i henni, og látið flytja
hana aptur að Hólum, og gert Jón að prentara sínum
þar. Það er eptirtektavert, að nafn Jóns er á öllum bók-
um, sem koma frá prentsmiðjunni fram að þessu ári, en
eptir það stendur það aldrei á bókum, og þó var hann
prentari Hólaprentsmiðju til dauðadags (1616). Má ])ví
telja, að saga prentsmiðju séra Jóns Mattíassonar endi
um 1593,, og tekur þá Hiólaprentsmiðja við; er hún fyrst
eign biskups, en seinna heyrir hún til stólnum, þó ekki
sé alt af gerður skýr greinarmunur á því.
Það er ekki mikið, sem liggur eptir prentsmiðjuna á
þessu sextíu ára tímabili, sem hér hefur verið rætt, en eins
°g þegar hefur verið tekið frarn, mart af því, sem prentað
var er nú glatað og af sumu höfum við ef til vill engar
sagnir. Eln mikið mein var það, að prentsmiðjan var
alveg í höndunt biskupanna og einungis brúkuð í þjón-
ustu kirkjunnar. Bækur þær, sem ætlaðar voru alþýð-
unni, voru alt annað en hollar andlegu lífi þjóðarinnar.
Það var sannarlega enginn gleðiboðskapur, sem þær færöu
mönnum, ])ví að djöfullinn, freistingar hans og eilíf út-
skúfun, voru þau efni, sem Guðfbrandi biskupi lét 'bezt að
tala um “á þessum háskasamlegasta tíma”; svo að það er
ekki að undra, þótt kölski gengi ljósum logum á 17. öld-