Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Síða 86
84
bjuggu þar nokkur ár, fluttu sí'San hingaÖ til bæjarins
Winnipegosis og hafa búiS hér síÖan. Búskapur iþeirra
hefir ibæhi hnigið aÖ griparækt og fiskveiði. Nú hafa
þau um nokkur ár haft á höndum mjólkursölu hér i bæn-
um. Þorsteinn og .Málmfríður hafa eignast 7 börn, þrjú
eru dáin. Þau, sem lifa eru þessi: 1. Guðrún, gift
Sigurði Þorsteinssyni Oliver fsiðar getiðj. 2. Málmfríð-
ur, gift Pétri Jónssyni, búa i Wjnnipeg, eiga 1 barn. 3.
Friðrik, ógiftur heinra hjá foreldrunr sínum. 4. Sæunn
ógift heima. Öll þessi fjölskylda er myndarleg og vel-
metin.
Guðmundur Jóhannesson er fæddur á Skagaströnd.
Fór þaðan ungur suður til Reykjavíkur. Gerðist góður
sjómaður og bjó þar lengi. Giftist þar Sigríöi nokkurri
Ólafsdóttur. Fluttist hingað vestur árið 1899, þá ökkju-
maður. Kom hingað til Winnipegosis og vann við fisk-
veiðí hér á vatninu veturinn 1899 og 1900, var hér í 7 ár,
fór þá heim til íslands og var þar 3 ár. Kom að heiman
aftur 1910. Giftist það ár Ivarítas Jónsdóttur Brands-
sonar, ekkju eftir Þórarinn nokkurn Guðmundsson, ætt-
aðann úr Steingrímsfirði í Strandasýslu. Þórarinn drukn-
aði af fiskiskipinu George 1907. Guðmundur stundaði
hér fiskveiki og var góður aflamaður. Hann dó 1913.
Börn Guðmundar og Sigríðar Ólafsdóttur eru víst flest i
þessu landi, einn sonur þeirra Gísli að nafni býr hér í
bænum giftur enskri konu. Þau eiga 3 börn. Börn
Karítasar, seinni konu Guðmundar, af fyrra hjónabandi
hennar eru þessi: Margrét, kona Lúðvíks Eiríkssonar
(Gunnaríussonar, Norðmans) og konu hans Önnu Hans-
dóttur Níelssonar frá Bangastöðum á Tjörnesi. Þau
eiga heima í Winnipeg. Sara, kona Guðmundar Hafsteins
Gillis, Einarssonar Gíslasonar frá Hergilsey á Breiðafirði
og Þórhildar Hafliðadóttur frá Svefneyjum á Breiða-