Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Side 127
125
Séra Sigurður Ólafsson. Eg er fæddur 14. ágúst 1883 á
Ytra Hóli í Vestur Landeyjum í Rangárvallasýslu. For-
eldrar mínir voru þau Ólafur Erlendsson, smiÖur, bóndi
á Ytra Hóli og kona hans, GuÖriÖur Þorsteinsdóttir.
BæÖi foreldrar mínir eru ættuÖ úr Rangárvallasýslu.
FaÖir minn af svo nefndri ÆgisíÖu-ætt, en móðir mín
Arnarhóls-ætt. FaÖir minn er nýlátinn. Móöir mín býr
í Reykjavik ásamt ibræðrum mínum tveimur, báðir ógift-
ir. í æsku naut eg ágætrar tilsagnar í barnaskóla i næstu
sveit við heimili mitt. Kennari minn var Nikulás Þórð-
arson; gekk eg stöðugt á þann skóla frá n-16 ára. Þá
fór eg á þilskip, og stundaði sjó i tvö ár. Mjög stóð hug-
ur minn til menta á þessum árum, en eg var elztur af
mörgum börnurn, en hagur foreldra minna fremur þröng-
ur. Með það fyrir augum, að tækifæri til mentunar
kynni að finnast í Ameríku, fór eg haustið 1902 til
Kanada. Dvaldi fyrsta veturinn við fiskiveiðar á Winni-
peg vatni, en fór vestur að Kyrrahafi um vorið. Fór
strax til Seattle. Vann eg i Seattle og umhverfi næsta ár.
H'austið 1904 gekk eg í þjónustu trúboðsfélagsins Volun-
teers of America. í þeirra þjónustu vann eg á annað
ár. Þeir höfðu starfssvið sitt í lægri hluta Seattle borgar.
Haustið 1905 yfirgaf eg þjónustu þeirra og fór að starfa
sem forstjóri fconductor) fyrir Seattle Electric Com-
pany. Stundaði eg þann starfa i tvö ár, en hætti því
starfi til þess að geta notið kvöldskóla mentunar, en henn-
ar var ekki unt að njóta í þessu starfi sökum langs og
óreglulegs vinnutíma. Fór eg nú að starfa fyrir Pacific
Telephone & Telegraph Co., í þeirra þjónustu vann eg
stöðugt þar til haustið 1910 að eg hóf nám við Pacific
Futheran Seminary í Portland, Ore. Starf mitt við félag
þetta var skrifstofu og fjárheimtu starf. Jafnhliða stund-
aði eg nám, fyrst hjá Kristilegu Félagi Ungra Manna á