Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Síða 67
65
eiga 2 fullorðna syni, Daníel og Wilfred sá fyrtaldi ný-
giftur konu af enskum ættum, Hinn er til heimilis hjá
fore'.drum sínum. 2. Jón fæddur 10. febrúar 1872, giftur
Björgu Jónsdóttur fReykja-JónsJ ættuÖ úr SkagafirSi.
Björg er hálfsystir Bjargar móÖur Emil Walters málara.
Jón bjó nokkur ár hér i íslenzku bygðinni á Red Deer
Point, flutti héðan 1905, býr nú viS Wýnyard, Sask.
fSjá um hann frekar í Almanaki O. S. Thorgeirssonar
fyrir áriS 1919, Eandnámssögu þáttum Jóns frá MýriJ,
3, Ingvar Bjarni, giftist GuSrúnu Jóhannsdóttur Sig-
valdasonar frá bænum Mjóadal í Húnavatnssýslu. Áttu
eina dóttur, sem heitir Þorlaug. Hún er gift Magnúsi
nokkrum Halldórssyni. Heimili þeirra er í San Francisco,
California. Ingvar og GuÖrún voru vel metin og skyn-
söm hjón. Nú ibæði dáin. 4. GuSrún giftist frænda sínum
GuÖmundi Ásgeirssyni. Hann dó 1927. Ekkjan býr í
Brandon,. Man., þau hjón eignuÖust börn, sem dóu nýfædd.
5. Ólöf hefir ekki gifst, á heima vestur á Kyrrahafsströnd.
6. Ólafía Guðrún, gift hérlendum manni, Edward
Fletcher, þau eiga 3 dætur; eru búsett í Moose Jaw,
Sask. Auk barna þeirra Búa og Þorlaugar, sem hér eru
nefnd fóstruðu þau upp Petronellu, dóttur Björns Sig-
urðssonar Crowford, bónda hér í bænum. Tóku hana
barn að aldri og ólu upp til fullorðins ára. Líka fóstruðu
þau frá fyrstu æsku pilt af þeirra ætt meöan þau lifðu.
Búi stundaði mest fiskveiði eftir að hann kom til þessa
lands. Hann var mesti dugnaðarmaður að hvaða verki
sem lmnn gekk. Skilvís og áreiðanlegur í viðskiftum.
Kona hans var greind og ættfróð. Hafði ágæta minnis-
gáfu. Stilt og háttprúð í allri viðkynning og fór vel með
vit sitt. Þau áttu hús og 2 bæjarlóðir hér í Winnipegosis
og bjuggu hér að sumarlaginu en fluttu i verskála sinn á
Robinson’s Point og voru þar yfir vetrar verðtíðina, þar
dó Búi 27. janúar 1921 á 73. aldursári. Kona hans dó