Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Page 51
49
veittur beini. Er einn hópurinn hafÖi lokiÖ viÖ borö-
haldiö settist annar niÖur, Enginn var mannamunur
gerÖur, kunnugum og ókunnugum veitt jafn ótrauÖlega,
og allir velkomnir.
í vestur frá Eyvindarmúla er Múlakot út meÖ hlíð-
inni. Er það góð jörð og skemtileg. Á æskuárum höf-
undarins bjuggu þar tveir bændur, Ólafur Ólafsson og
Þorleifur Eyjúlfsson. Var Þorleifur bróðir Guðbjargar
í Fljótsdal, sem áöur er getið. Þorleifur var hinn mesti
atgjörvismaður, vel greindur og listfengur mjög. Dóttir
hans er Guðibjörg, sem enn býr á Múlakoti; hefir hún
rælvtað blómgarð þar undir hlíðinni, sem að sögn er ein-
hver fegursti á landinu, og er Guðbjörg fyrir hann mjög
fræg orðin,
Næsti bær við Múlakot er Hlíðarendakot, þar sem á
æskuárum höfundar (bjó bóndi að nafni Ólafur Pálsson.
Var hann maður mikils metinn í sveit sinni, enda hinn
mesti öðlingur og höfðingi. Kona hans var Guðrún Árna-
dóttir frá Fljótsdal, hin mesta gæðakona og manni sínum
samhent í öllu. f Hlíðarendakoti var þjóðskáldiö góð-
kunna Þorsteinn Erlingsson alinn upp hjá Ólafi Pálssyni
föðurbróður sínum. Hér eyddi skáldið hugljúfa æsku-
dögum sínum; hér var hann borinn á höndum af frænd-
liði sínu og vinum; hér! var hann lífið og sálin í heimilis-
lífinu; hér skemti hann á hinum löngu vetrarkvöldum
með ljóðum sínum, og hér varð hann brátt héraðskunnur
fyrir kveðskap sinn. Æskusveit sinni unni Þorsteinn til
æfiloka, eins og sést af kvæðum hans. Eitt sinn er hann
var erlendis skrifaði hann einum af vinum sínum, og bað
hann:
Heilsaðu eldgömlu hlíðinni há,
og himninum bláa ])ar yfir.
Eitlu vestar með hlíðinni er hið þjóðkunna höfðingja-
setur Hlíðarendi, sem Gunnar llámundarson verður um