Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Síða 63
61
1900 flutti eina messu.—Séra Pétur Hjálmsson kom til
íslenzku bygðarinnar árið 1903 og 1904, messaði þar,
skírði börn og fermdi nokkur ungmenni.-—Séra Einar
Vigfússon kom 1905 og 1906, jarðsöng mann og gifti ein
hjón.—Séra Bjarni Þórarinsson kom hingað 1911, 1912 og
1913, messaði, skírði börn og fermdi.—Séra Karl Olson
kom hingað 1917, myndaði hér lúterskan söfnuð og gerði
fleiri prestsverk.—-Séra Adam Þorgrímsson messaði hér
einu sinni.—Séra Rúnólfur Marteinsson kom hingað
tvisvar jarðsöng tvo menn. — Séra Björn B. Jóns-
son kom hingað og jarðsöng einn mann. — Séra Stein-
grímur kom hingað og jarðsöng einn mann.—Séra Rögn-
valdur Pétursson jarðsöng hér einn mann.—Séra Jónas
A. Sigurðsson hefir verið kallaður hingað og unnið flest
prestsverk hjá okkur íslendingunum, sem 'búum hér í
bænum og bygðinni, nú um næstliðinn tug ára.—Prófessor
Svb. Sveinbjörnsson, kona hans og dóttir dvöldu hér hjá
okkur yfir ágúst-mánuðinn árið 1920. Jón Friðfinnsson
tónskáld, kendi íslenzkum unglingum hér í bænum söng
um tveggja mánaða tíma sumarið 1928. Að endingu
þessa formálá vil eg geta þess að'; tvisvar hafa þeir heim-
sótt okkur frændurnir, 13. L. Baldvinsson og Sigtryggur
Jónasson. Þá voru þeir í kosningaleiðangri. Það man
eg vel að gaman þótti okkur að hlusta á ræður þeirra, þó
sumurn j^ættu orð þeirra nokkuð stykkja stór og óhefluð
í garð þeirra, sem þá héldu í stjórnartaumana, og hinna,
sem buðust til að taka við spottanum af þeim. Ekki
veit eg hverju j^ær ræður orkuðu á hugi okkar íslending-
anna hér í bygð við atkvæðagreiðslu í þá aöfarandi kosn-
ingum.
Bærinn Winnipegosis liggur á 52. mælistigi norðlægr-
ar breiddar' og á 100. stigi vestur-lengdar. Bærinn er
bygður í section 10, township 31, range i8w. Stendur
við suðurenda vatnsins Winnipegosis og dregur nafn sitt