Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Qupperneq 132
130
hjá foreldrum sínum. Fluttist vestur um haf 1876 til
Nova Scotia. ÞaSan til Winnipeg 1881, en til Hallson,
N. Dak um áramótin 1882-3; nam land norÖur af Iiallson
og bjó þar milli 20 og 30 ár. Á þeim árum vann hann af
og til út frá heimili sínu, hafÖi t. d. timbursölu og inn-
kaup á kornmat fyrir rnann í Cavalier í 3 ár. Á Moun-
tain, N. Dak dvaldi hann og um eitt skeiÖ, mun þá hafa
veriÖ búinn að selja land sitt. Vestur til Blaine fluttist
hann 1913. Keypti allstóran blett af landi i hænum í fé-
lagi við tengdason sinn, Halldór Jónsson, vanalega kendur
við Sleitustaði, og bygðu þeir báðir sitt húsið hvor, bæði
vönduð. Nokkur ár vann Pétur fyrir sögunarmylnu
félag, en kom jafnframt upp kúabúi og seldi mjólk i
bænum. Nú hefir hann hin siðari árin rekiS þá atvinnu
eingöngu og gengið vel. Kona Péturs er Guðlaug Jóns-
dóttir srniðs ívarssonar, ættuð af Suðurlandi og Guðlaug-
ar Guðmundsdóttur ættaðrar úr Rangárv.s. af Bolholtsætt
svo nefndri er hófst með Eiríki nokkrum, sem einu sinni
bjó i Bolholti á Rangárvöllum og margt merkra manna
er frá komið. Þau hjón Pétur og Guðlaug áttu tvö börn,
son og dóttur. Sonurinn, Jón að nafni, lézt innan við
tvítugt, en dóttirin, Ingibjörg að nafni, var fyrri kona
Halldórs Jónssonar frá Sleitustöðum. Ingibjörg var góð
kona og vel greind. Hún er nú dáin fyrir all-mörgum
árumi; lét eftir sig 3 dætur.
Sigurður Haflíðason og Þórunn Ólafsdóttir munu
fyrst hafa komið til Blaine árið 1913. Sigurður er fædd-
ur 1879 en Þórunn 1881, bæði ættuð úr Mýrdal í Austur-
Skaftafellssýslu. Þau hjón eiga 5 börn á lífi, sem eru:
Jóhanna, Gróa, Ólöf Guðmundína, Ingibjörg og Rann-
veig. Jóhanna er gift hérlendum. rnanni, hin börnin öll
heima. — Sigurður hefir víða verið, þar á rneðal í Bran-
don, Man.; Yatkima, Wash.; Montana; Sask., Canada;