Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Qupperneq 32
32
pining vors herra Jesu Christi, í sex predikaner út skipt
af Antonio Corvino.’’ Einungis eitt eintak 'þekkist nú af
henni og er það í bókasafni Kaupmannahafnar háskóla,
en því miður vantar aptan af því, líklega tvö blöð; ein-
takinu slítur í sjöttu prédikuninni, og vantar því upplýs-
ingar um prentstað og ár, sem jafnan var sett í bókarlok.
Hin bókin er handbók presta eða guðspjallabók ("titill:
"Þetta er ein bók med collectum, pistlum og gudzspiöll-
um,” o. s. frv.j, og er eina eintakið, sem til er af henni,
í konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn, en aptan af
því vantar líka, svo að prentstað þess er hvergi að finna
en ártalið er gefið á titilblaðinu 1562; óefað hefur bókin
verið prentuð á tíreiðabólsstað. Ef til vill hefur verið
sálmasafn aptan við, því að sumstaðar er þess getið að
■ Olafur biskup hafi gefið út sálmabók, en sú bók þekkist
ekki nú. Þá er þriðja bókin, sem prentuð var í tíð Ólafs
og að því er menn ætla á Breiðabólsstað; það er "Cate-
chismus” eptir Justus Jonas, þýddur á íslensku af Oddi
Gottskálkssyni, ekkert eintak er nú til af jþeirri hók, en
Harboe biskup átti eitt, sem þó var ekki heilt, og var
það selt á uppboði að honum látnum,; ekki vita menn,
hvað orðið hefur af því. Hvort nokkuð fleira hafi verið
prentað á þessum árum, verður ekkert sagt um, en annað
þekkist ekki með vissu. Ekki er heldur hægt að segja um
það, hvort letur eða áhöld prensmiðjunnar hafi veriö
aukin að nokkru. Þó mætti geta þess til, að t. d. tré-
skorni myndajborðinn um titilinn á Corvinus postillu hafi
komið utanlands frá um þær mundir, sem hún var prent-
uð; það er næsta ólíklegt, að hann hafi verið gerður á
íslandi. Séra Jón hefur sjálfsagt séð um prentunina á
þessum bókum, sem nefndar hafa verið; hann var prestur
á Breiðabólsstað til dauða dags 1567, og þótti liafa verið
merkur maður.
Eptirmaður séra Jóns á Breiðabólsstað var Guðbrand-