Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Blaðsíða 60
58
BygÖu menn því hreysi sín þar sem þeim þótti fegurst
útsýn og þægilegast til fanga frá vatni og velli. “Fag-
urt er á fjöllunum mínum núna,” sagtSi Hlalla, vesalings
íslenzki útlaginn. Fagurt þótti íslendingum Red Deer
Point þegar þeir litu hann fyrst í sumarskrúÖi sínu.
Álmur, fura, ösp og björk höfðu alist þar upp frá
ómunatiÖ, og rööuðu sér i langar fylkingar kringum
stóra engjafláka af stör og ljósalikju og ýmsri annari
grasafjöld. Vatn og land sýndist líta hýrum augum
til þessara nýkomnu fósturbarna sinna og bjóða þau
velkomin í ríki sitt. Svo settist hver að sínu og bjó
að þeim eftir beztu föngum, flestir ánægðir með sitt
hlutskifti. Árið 1901 bættust nokkrir við í nefnda
bygð, alt voru það Islendingar. Fáir voru nautgripir
eða annar lifandi búpeningur hjá þessum tanga-búum
fyrstu ár þeirra þar, enda engin önnur verkfæri til að
afla heyjanna með en orf og ljár. Með þessum tækjum
náðu menn þó upp mikið rneiri heyjum enn þeir þurftu
fyrir skepnur sínar. Grasið var svo mikið á láglendi að
það náði miönnum í öxl. Það var blá stör, sem spratt
upp af leir næst vatninu. Aðferð okkar við að stakka
heyið var sú, að tveir menn með sína greni rengluna hver,
"12 feta langar, oddmyndaðar í báða enda, rendu þeim
undir drílurnar og báru svo heyið á milli sín þangað, sem
það átti að stakkast. Leikur var það fyrir tvo menn að
bera þannig saman 10 tonn af heyi á dag, og stakka. það.
Árið 1902 verður víst íslendingunum, sem bjuggu þá á
Red Deer Point, og þeim, sem fluttu þangað búferlum
þaS ár, lengi minnistætt, sökum flóðs úr vatninu. Vorið
var ákaflega rigningasamt. Flesta daga í maí mánuði,
eftir að ís eysti, rigndi meira og minna. Ekki bætti júní
úr skák hvað votviðrið snerti. Fyrstu tvær vikur hans
rigndi daglega. Vatnið hækkaði óðum, svo hver vind-
blaka, sem kom velti því yfir alt láglendi næst vatninu.