Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Blaðsíða 104
102
valdi Eyford, þau búa nálægt La Pas, Man. Þorbjörg,
Sesselja, Fjóla, Lilja, Matthildur, Kjartan, Bjarni, Her-
tnann. Þetta er myndarleg fjölskylda.
Stefán Halldórsson. Fæddur 1847 i Volaseli í Lóns-
sveit í Austur-Skaftafellssýslu. Foreldrar hans Halldór
Ketilsson og Steinunnar Þorleifsdóttur, hjón í Volaseli.
Stefán ólst þar upp til 12 ára aldurs, vistaÖist þá aÖ Hof-
felli í Nesjasveit sömu sýslu og var þar smali. Ætlunar-
verk hans þar var aÖ passa til stöÖuls, kveld og rnorgna, að
sumarlagi 150 ær og 7 kýr, og svo rétt sem aukavik,
eftir aÖ engjasláttur hófst að sækja alla hesta sem engja-
fólkið þurfti að brúka, og hafa þá stundvislega i hesta-
réttinni kl. 6 á morgnana. Fyrir þennan starfa fékk hann
mat og föt. Oft brast hann tima til að borða morgun-
verð sinn öðruvísi en ár lúkum sínum, meðan hann rak
kvíféð í hagann. Nógur var matur á Hoffelli og öll atlot
fólksins þar ágæt, þrátt fyrir vinnufrekjuna og erilinn
þar, rann Stefáni svo kraftur í kögla að hann hopaði
ekki hársbreidd fyrir Eyjólfi illa, alræmdum ofstopa þar
i austur-sýslunum. Stefán hélt honum við jörð þegar
þeir áttust við, en sagt er að margur Suðmýlingur hafi
þóst horfa i dauðans skugga, þegar ilskan hljóp í Eyjólf.
Á Hoffelli var Stefán 9 ár, var eitt sumar við hákarla-
veiðar á skipi, sem kafteinn Hammert átti, fór þaðan á
Suðurnes og réri frá Sandgerði til fiskveiða, fór til Vest-
mannaeyja og stundaði þar sjómensku eitt sumar, fór
þaðan til Reyðarf jarðar og var hjá Vigfúsi bónda í Litlu
Breiðuvík við sjóróðra. Höfðu verstöð sína i Seley þar
út af firðinum, og öfluðu þar fisk og hákarl, vann svo
næsta vetur hjá Vigfúsi við ýmsar smíðar. I Berufirði
var hann 4 ár hjá séra Þorsteini Þórarinssyni og vann þar
mest að smíðum, á Papós vann hann í 8 ár hjá Jörgen
Johnsen rnest við smíðar. Það er alt of langt að telja upp