Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Qupperneq 150
148
vitni, ef hann meÖgengi. Eftir þetta átti M. St. a<5 hafa
sagt yfirboðurum sínum, að bezt væri að láta þetta mál
falla niður og sleppa Jóni, því það ynnist aldrei meðan
séra Magnús lifði. Átti það að vera af því prestur væri
göldróttur. Var Jón svo slept úr varðhaldi og málið féll
niður. En nú voru þau afi og amma mín búin að eyða
öllu sínu í þetta, voru í góðum efnum áður.
Bkki heyrði eg ömmu rnína tala um byssusmíðið, sem
stendur í Almanaki Þjóðv.fél., .má vel vera að hann hafi
smíðað hana. Ekki heyrði eg heldur um klukkusmíðið.
En eg heyrði að faðir föður míns hefði smíðað klukku,
hét hann Árni Jónsson og hafði hann verið afbragðs smið-
ur, þó ekki væri hægt að líkja honum við Jón Andrésson.
Ekki ibar amma mín á móti því, að faðir sinn fséra
Magnús) hefði ekki kunnað eitthvað í fornum fræðum,
sagðist hún hafa beðið hann aS kenna sér, en hann hefði
sagt, að hún hefði ekki gott af því, af því hún væri of
skapstór.
Ýmsar sögur gengur af afa mínum fyrir smíðahugvit
sitt, þótti sumum hann hafa til að vera hrekkjóttur, t. d.
hafði faðir minn beðið hann um trúlofunar hring handa
konuefni sínu ('hún var dóttir J. Á.J bjó hann til hring-
inn, en þegar skoðað var reyndist hringurinn að vera úr
óekta málmi, fór faðir minn til hans með hringinn, sagði
sig vantaði að hann gerði hann úr gulli, og lofaði Jón
því, en alt fór á sömu leið, reiddist faðir minn þá, og
heimtaði af honutn ekta gullhring, varð hann þá að gera
það, og gerði fallegan hring, mun það hafa verið eftir
málaferlin, og þvi haft lítið af gullinu til að smíða úr, en
hringinn seldi hann á 18 ríkisdali.
Þetta er nú það sanna eftir því sem eg heyrði ömmu
mína segja.
Everett, Wþsh., 1928.
Magnús Thorarinson.