Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Síða 65
63
William King, ritstjóra “Dauphin Herald”; og Þorvald-
ur, nú ekkjumaÖur, átti konu af skozkum ættum. Hún
dáin fyrir nokkrum árum. Þorvaldur er gufuvélameistari
að iðn í bænum Chippawa í Ontario. Hjá honum eru nú
gömlu hjónin Þórður og Guðíbjörg, og grei'ða nú i skjóli
hans hærurnar sínar gráu á áttræðisaldri.
Búi Jónsson var fæddur á bænum Skaga við Dýra-
fjörð i ísafjarðarsýslu 29. september 1848. Foreldrar
iians voru Jón Jónsson og kona hans Ólöf Guðmunds
dóttir frá Sæbóli á Ingjaldssandi. Ættmenn Búa hafa
búið á Skaga hver eftir annan í marga mannsaldra. í ætt
jæssari er margt merkisfólk og má geta jtess að Búi er
talinn 10. maður frá Guðíbrandi biskupi Þorlákssyni
(móðurætt Búa) og Guðbrandar nafnið, sem er svo fjöl-
nefnt í jæssari ætt, er þaðan. Búi ólst upp hjá foreldrum
sínum á Skaga, en fluttist með þeim til Isafjarðár jiar
sem þau bjuggu i nokkur ár. Jón faðir hans hafði lært
sjómannafræði og var skipstjóri á fiskiskútu, sem hann
átti í félagi við Ásgeir Ásgeirsson kaupmann á ísafirði.
Þaöan fluttu þau að Bíldudal i Arnarfirði, voru þar um
nokkur ár, fluttu svo að Skaga aftur g bjuggu þar til æfi-
loka. Jón dó rúmt fimtugur, tók j)á Búi við öllum bú-
forráðum með móður sinni þar til hann giftist og tók þá
sjálfur jörðina til ábúðar. Kona Búa var Þorlaug Guð-
brandsdóttir Jónssonar, jreir voru albræður Jón faðir
Búa og Guðbrandur, voru því hjónin Búi og Þorlaug
bræðra ibörn. Kona Guðbrandar föður Þorlaugar var Hall-
dís Bjarnadóttir frá LamhadaJ, en kona Bjarna í Lamba-
dal var Elísabet Markúsdóttir prests á Mýrum og Söndum
í Dýrafir&i. Búi og Þorlaug bjuggu góðu Ibúi á Skaga í
Dýrafirði, en 2 síðustu árin sem þau voru á íslandi
ojuggu þau á Núpi í sömu sveit. Árið 1887 fluttu þan
til jtessa lands og settust að i Árnes-bygðinni, voru ]>ar