Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Blaðsíða 97
95
hingaíS til bæjarins Winnipegosis. Keyptu hér ekru af
landi og bygÖu hús á henni og bjuggu þar um skeiÖ. Seldu
eign þá og geyptu 160 ekrur af heylandi af enskum manni
2þí mílu útfrá 'bænum og tóku þar einnig heimilisrétt á
landi, fluttu þaðan fyrir nokkrmn árum, til bæjarins aftur
og hafa búiö hér siðan. Þó þau hjón hafi verið á tölu-
verðum faraldsfæti hér í bygð hvað verustað áhrærir, þá
hafa þau þó ávalt búið vel efnalega, enda bæði verið
vinnugefin og atorkusöm. Þau hafa mest lagt fyrir sig
griparækt, lítið stundað fiskveiði. Þau eru ráðvönd hjón
til orða og verka og velmetin í bygð og bæ, hafa eignast
5 'börn, i dó í æsku, hin fullorðin og gift. Öll búsett hér
í Winnipegosis- og verSa hér talin: i. Margrét, gift
Bjarna Kristjánssyni Sigvaldasonar, Þorvaldssonar úr
Dalasýslu, móðir Bjarna var Ólina Jóhannsdóttir Schalde-
mose, frá Njdendu á Höfðaströnd í Skagafjarðarsýslu.
Bjarni gekk í 223. herdeildina á stríðsárinu 1916, tók þátt
í orustum á Frakklandi, kom til þessa lands aftur 15.
október 1918. Þau hjón eiga 2 drengi á barnsaldri. Bjarni
stundar fiskveiði. 2. Sigurþór, giftur Vigdísi Stefáns-
dóttur Sigurðssonar bónda á Víðivöllum í Árnesbygð við
Wftnnipegvatn og lconu hans Guðrúnar Magnúsdóttur.
Móðir Stefáns föður Vigdísar var Ingibjörg Magnúsdótt-
ir (TIlaupa-Magnúsar). Sigurþór og Vigdís eiga 5 börn
öll í æsku. Sigurþór er mesti dugnaðarmaður og góður
drengur. Atvinna hans er fiskveiði. 3. Einar Malvin.
Kona hans heitir Sigurborg, dóttir Þorvalds Kristjánsson-
ar og Guðlaugar Björnsdóttur við Bay End, Man., ættuð
úr Vopnafirði, Valvin hefir unnið að ýmsri smíðavinnu
hér í bæ, einkum járnsmíði, þau hjón eiga eitt barn. Þau
eru mjög myndarleg og vel látin hjón. Guðjón Ólafur
átti konu af enskum ættum, hún dó síðastliðið ár. Þau
eignuðust 2 börn. Ólafur býr nú með tengdaforeldrum
sínum, þar eru líka börn hans í fóstri. Hann stundar