Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Side 81
79
Skálum á Langanesi, N. Þingeyjarsýslu. Kári var í stríÖ-
inu mikla frá 13. apríl 1916 til stríÖsloka. Þau hjón hafa
myndarlegt heimili hér i bæ, eiga 2 börn, pilt og stúlku,
bæÖi í æsku. Kári stundar fiskveiki. Þau eru væn hjón.
Þrúöur Margrét, gift Sigurbirni Pálssyni. Foreldrar
hans Páll Geirmundsson og Guöfinna GuÖmundsdóttir frá
KóreksstöÖum í Hjaltastaðaþinghá í N. Múlasýslu. Sigur-
björn tók þátt í stríðinu frá 7. febr. 1916 til 22. febr. 1928.
Sigurbjörn stundar fasteignasölu og trésmíÖi. Þau hjón
búa í Winnipeg, eiga börn. Aðaljón og Ólöf voru mjög
vel metin hjón hjá öllum, sem kyntust þeim.
Gunnlmgur Hannibal Schaldemosc er fæddur í Ný-
lendu á Hlöfðaströnd í Skagafjarðarsýslu árið 1873. For-
eldrar hans voru Jóhann Hannibal Jóhannsson Hannibal.
EJdri Jóhann var aldanskur, var lengi við verzlunarstörf
í Grafarós í Skagafirði, en fluttist með syni sinum til
þessa lands og dó í Winnipeg. Jóhann ygri bjó góðu búi
á Nýlendu. Kona hans var Kristín Gunnlaugsdóttir ætt-
uð úr Skagafjarðarsýslu, þó er það meira ágizkun en
vissa, þvi aðrir segja að hún væri Eyfirzk að ættum.
Árið 1883 fluttust þau til þessa lands, og settust að í
Winnipeg og bjuggu þar nokkur ár, fluttust þaðan til
Nýja Islands, tóku þar land og kölluðu bústað sinn
Hvamm. Þar munu þau hafa búið 6 ár, fóru þaðan til
Selkirk. Þar mætti Jóhanni það mikla mótlæti að missa
sjónina, þá 56 ára gamall. Kona hans dó í Selkirk 1904.
Iiingað fluttist hann 1910 til sona sinna, sem þá voru
giftir og búsettir hér í Winnipegosis. Jóhann dó hjá
Jónasi syni sínum 19. apríl 1914, hafði þá verið seytján
ár blindur. Um þessa löngu myrkurvöku hans var þessi
vísa gerð: í seytján ár mig sárt það hrellir, sástu ei brár
af deginum. Margur tár af minna fellir, maður sár á
veginum. Þegar Gunnlaugur reis svo á legg að hann gat