Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Side 107
105
eftir Árna: Tvö hundruÖ börn, sem talin verða, fæddust
hans í höndur. Bjarni er greindur maður og vel hagmælt-
ur. Kristján sonur Bjarna hefir húiÖ hér í bænum nær-
felt 2 ár. Iíona hans er María Kristjánsdóttir Ólafssonar
bónda vi'ð Foam Lake, Sask., þau eiga börn.
Þorsteinn Þorsteinsson Oliver er fæddur í Brennu á
Eyrarbakka í Árnessýslu. Fluttist þa'ðan 4. ára aÖ Tungu
í Grafningi, sömu sýslu. Foreldrar Þorsteinn Þorsteins-
son ættaður frá Tungu í Grafningi. Þorsteinn eldri var
albróðir Ólafs Þorsteinssonar fööur Stefaníu konu J. A.
Sigurðssonar prests i Selkirk, Man. Móðir Þorsteins
Oliver var Sigríður Þorgilsdóttir frá Stóruborg í Gríms-
nesi í Árnessýslu. Þorsteinn ólst upp i tungu til 11 ára
aldurs, fluttist þá að Ölversvatni og var þar til tvítugs.
Giftist 21 árs að aldri Vilborgu Jónsdóttur VernharÖs-
sonar frá Laxnesi í Mosfellssveit. Fluttist til Reykja-
vikur og var þar 2 ár við sjómensku, fór þaðan til Mjóa-
fjarðar og var þar formaður á hát Jóns Guðjónssonar,
bónda þar í firðinum, fór þaðan til VopnafjarSar og tók
að sér formensku á bát fyrir Grím Laxdal. Einnig var
hann vinnumaður þar í Vopnafirðinum hjá þeim Jóhann-
esi bónda á Hrafnasstöðum og séra Sigurði Torfasyni
Sívertsen á Hofi, þaðan fluttust þau til Reykjavíkur aft-
ur, þar vann Þorsteinn að sjómensku urn skeið. í Engey
var hann 2 ár og starfaði þar að mjólkurbúi fyrir Bjarna
Jónsson snikkara í Reykjavík, fluttist til þessa lands 1910
og settist fyrst að í Westbourne, Man., flutti þaðan til
Leslie, Sask. og bjó þar til 1915, að hann fluttist hingað
til Red Deer Point, sem sumir nefna á íslenzku Rauðdýrs
tanga. Þorsteinn stundaði þar griparækt og fiskveiði um
nokkur ár, flutti þaðan til bæjarins Winnipegosis keypti
hér hús og ekru af landi og hefir búið hér síðan. Þor-
steinn og Vilborg eignuðust 4 börn, 3 pilta og 1 stúlku,