Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Side 133
131
tvisvar í Blaine og nú í Seattle. Hann er smiSur og verk-
maður góÖur.
Pétur Hallsson var fæddur í Hvammi í Víkursveit
í Skagafjarðarsýslu 1855. í Hvammi bjuggu þá for-
eldrar hans, Jóhann Iiallsson, sem fyrstur bygði að Hall-
son, N. Dak. og bygð sú er við kend, 0g kona hans Jó-
hanna Finnbogadóttir. Pétur ólst upp hjá foreldrum
sínum, og kom með þeim vestur um haf. Við Iiallson
nam Pétur land og bjó þar 7 ár, en eftir 1890 fluttist
hann í Álftavatns-nýlendu og bjó þar 24 ár. Árið Tc,; 4
kom hann til Blaine og lézt þar skömmu síðar.—Kona
Péturs Gunnvör dóttir Baldvins Jónssonar og Guðrúnar
Björnsdóttur, sem lengi bjuggu í Málmey á Skagafirði.
Börn áttu þau hjón, Pétur og Gunnvör 7 og eru 4 á lífi;
þau eru: Jóhanna, gift enskum manni og búa þau í Van-
couver; Jóhann P. Hallson í Blaine; Guðrún Herdís, nú
ekkja og Kristjana gift Einari Oddssyni, syni Eyjólfs
Oddssonar.
Halldór Magnússon, sonur Magnúsar Nikulássonar
og Margrétar Eyjólfsdóttur prests, síðast að Miðdala-
þingum, Gíslasonar prests að Breiðabólsstað á Skógar-
strönd, er fæddur á Narfeyri á Skógarströnd 1846. Hall-
dór kom að heiman 1883. Fluttist til Argyle bygðar sama
ár, nam land og'bjó þar 31 ár. Þá fluttist hann til Glen-
boro og var þar 4 ár. Árið 1920 fór hann til Blaine til
dóttur sinnar, Kristjönu og manns hennar, Stefáns Árna-
sonar og hefir verið hjá þeim hjónum síðan. Kona Hall-
dórs var Jóhanna Jónsdóttir Steindórssonar hins sterka
og konu hans Sigríðar. — Jóhanna var fædd 1837, lézt
í Argyle 1916. Börn áttu þau hjón fjögur, eru tvö dáin;
tvær dætur lifa, þær eru: Kristjana, kona Stefáns Árna-
sonar, getið hér að framan og Matthildur, ekkja Stefáns