Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Síða 114
112
ÖskuáriÖ 1875. Foreldrar Hjálmar Þorsteinsson og Þór-
anna Jónsdóttir frá Brennistööum. Jón ólst upp í Gilsár-
teigi hjá Þórarni móÖurbróÖur sinum til 16 ára aldurs,
fór þaÖan til SeyðisfjarÖar og vann þar í 2 ár í brauð-
geröarverkstæði hjá Hansen nokkrum fenskum konsúlj.
Jón giftist árið 1900 Jakobínu Kristínu Jóhannesdóttur
Filippussonar frá Arnanesi í Garðahverfi í Gullbringu-
sýslu. Fluttist til Canada 1903 og settist að í Selkirk, og
bjuggu þar 8 ár, fluttu ])aðan til Winnipeg og dvöldu
þar urn tima, fluttu þaðan til Churchbridge, Sask. og
bjuggu þar til ársins 1927, aö þau fiuttu hingað til Win-
nipegosis og hafa búið hér síðan. Þau hafa eignast 4 börn
2 dcu i Seikirk, en 2 lifa, Anna María, gift enskum
manni, Almar Tcmpson, hann er háskólakennari í Mase-
field, Sask., og Ástráður, fulltíöa maður heinra hjá for-
eldrum sínum. Jón á hús og 1 ekru af landi hér í bænum.
Hann vinnur við fiskveiði á vetrum.
Jón Jónsson er fæddur á Meðalfelli í Nesjum í Skafta-
felissýslu 1874. Foreldrar Jón Jónsson og Þórdís Hall-
dórsdóttir. Jón ólst upp hjá foreldrum sínum á Meðal-
felli, fluttist þaðan 1883 Skerhóli í sömu sveit og var
þar til 1893, það ár flutti hann til þessa lands og settist
að í svo nefndri ísfoldar-bygö við Winnipegvatn, bjó þar
nokkur ár. En varð að flýja þaðan sökum flóðs í vatn-
inu, flutti hann sig þá lengra vestur frá vatninu í óbygð,
sem fljótlega bygðist upp og nú heitir Framnesbygð, það-
an flutti'hann til Winnipeg. “Þar var eg til síðasta hlaup-
ársdags og verður þú að finna það ár,” sagöi Jón. Síð-
asta hlaupár var 1928. Jón hefir þá flutt frá Winnipeg
29. febrúar það ár. Jón hefir ekki gifst en búið lengi
með Vilborgu systur sinni, þau systkin eru vel greind,
hjálpfús og félagslynd. Jón á hús og bæjarlóð hér i