Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Side 41
39
einn, sem Hákollur heitir, þaðan er víösýni mikið á allar
hliÖar. Oft hefi eg, sem þessar línur rita, á æskuárunum
legiö uppi á þessum klettum, og horft meÖ ánægju yfir hið
söguríka hérað og rifjað upp viðburðina, sem þar gerðust.
í Rauðuskriðum áttu þeir Njáll og Gunnar skóg saman og
hjuggu hann sitt árið hvor. í Rauðuskriðum sátu þeir
Njálssynir og Kári fyrir Þráni Sigfússyni; kunnugir
menn geta enn greint staðinn hvar þeir sátu. Er eg nú
sem fyr læt hugann hvarfla að Rauðuskriðum, nemur
hann ekki staðar fyr en uppi á Hákollum. Eins og á
æskuárunum lít eg fornöldina í anda og síðan sveimar
hugurinn yfir samtiðina, eins og hún kom mér fyrir sjón-
ir á þessum svæðum fyrir fimtíu árum síðan. í þessum
hugleiðingum horfi eg upp til Fljótshlíðar, upp til bæj-
arins á Hlíðarenda, segi eg eins og Gunnar forðum við
Kolskegg bróður sinn: “Fögr er hliðin, svá at mér hefr
hon aldri jafnfögr sýnzt—Ibleikir akrar, en slegin tún—
ok mun eg ríða heim aftr og fara hvergi.” Hólmi sá
heitir enn i dag Gunnarshólmi þar sem Gunnar snéri
aftur. Er hann spölkorn vestur frá Rauðuskriðum.
Fleirum en Gunnari hefir þótt hlíðin fögur. Þjóðskáld-
in hafa hvert af öðru dáðst að fegurð náttúrunnar í þess-
ari söguríku sveit. Bjarni Thorarensen var uppalinn á
Hliðarenda, varð hann einnig sá fyrsti til að yrkja lof
um Fljótshlíðina. Er sú saga alkunnug i þeirri sveit að
þegar Bjarni var fárra ára hafi hann horfið og hans verið
lengi leitað. Fanst hann loks á klettasnös einni við
Marká, all-langa leið austur frá Hliðarenda; kvaðst hann
hafa elt móður sína, en hún hefði horfið þarna inn í
fossinn. Þóttust menn vita að álfkona mundi verið hafa.
Löngu siðar, þá er Bjarni var orðinn yfirdómari við
Landsyfirréttinn og bjó í Gufunesi, kvað hann hið alkunna
kvæði um sveit sína:
Enn eru mér i minni