Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Qupperneq 25
25
Un prentsmi'Öjunnar í samiband við utanferÖ séra SigurÖar
á GrenjaÖarstað, biskupssonar, árið 1534, og ætlað, að
það hafi einmitt verið séra Sigurður, sem hafi útvegað
prentarann og prentsmiðjuna í þeirri ferð. Að þessari
skoðun hefur prófessor Páll E. Ólason hallast. Þetta er
engan veginn ólíklegt, en þó veröur það ekki fastákveðið,
eins og gefur að skilja, með þeim gögnum, sem nú eru til.
Elsta vissa ártalið viðvíkjandi séra Jóni hér á landi er
1 535; l7- okt., það ár er hann með Jóni biskupi á Mikla-
garði i Eyjafirði og er þar vitni við jarðakaup biskups.
Af þessu verður að vísu engin örugg ályktun dregin um
prentstörf hans, en þar sem hann, eins og áður er tekið
fram, var mjög handgenginn maöur biskupi, er það næsta
merkilegt, að hans skuli ekkl vera getið að neinu fyr, ef
hann hefur þá verið fleiri ár i landinu. Jón Grunnviking-
ur telur prentsmiðjuna hafa komið til landsins einhvern
tíma á árunum 1530-32, og það er haft eftir séra Eyjólfi
á Völlum (k 18. öldj, að prentverk hafi verið sett á Hól-
um 1530 eða 1531, og munu ummæli þessara manna hafa
verið tekin upp af seinni höfundum, og hefur þannig
myndast skoðunin um að næsta ár (1930) væri f jögra alda
afmæli íslenzkrar prentlistar. En þessir tveir menn, er
nefndir voru, hafa vist als enga heimild haft fyrir stað-
hæfingum sínum um þetta efni; það er ibara getgáta
þeirra. Það lætur að líkindum, að prentsmiðjan hafi í
fyrstunni verið á Hólastað, og líklega hefur messubókin
verið prentuð þar, þótt ekkert verði sagt um það með
vissu; en ekki leið á löngu áður biskup veitti séra Jóni
svenska Breiðabólsstað i Vesturhópi, og hefur hann sjálf-
sagt þá flutt þangað prentsmiðjuna, sem mun hafa vérið
eign hans. Htmn mun samt opt hafa verið við liliö
biskups eftir sem áður.
Það eru því miður ekk einungis ártölin, sem eru óviss
í elstu prentsögunni íslenzku; það er engu íninni óvissa