Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Side 82
80
farið aÖ vinna fyrir sér sjálfur fór hann til ýmsra hér i
Manitoba og N. Dakota og vann að ýmsum störfum bæði
við akuryrkju hjá landbændum og- við daglaunavinnu í
bæjum. Hingað .mun hann hafa komið 1898, en ekki
var hann hér að staðaldri fyr en um 1900. Síðan hefir
hann átt hekna hér i bygðinni og bænum. Kona hans er
Kristín Soffía Aðaljónsdóttir frá Sköruvík á Langanesi
og konu hans Ólafar Jónsdóttur. Gunnlaugur og Kristín
liafa eignast 13 börn, 3 dáin. Þau, sem lifa eru þessi:
Ásta Lenora, hún er lærð hjúkrunarkona, góð stúlka og
gætin. Jóhann Hannibal, giftur Jóhönnu Ethel, dóttur
Einars ísfeld bónda við Langruth, Man. Jóhann er tin-
smiður að iðn. Þau búa í Wlinnipeg. Beverley, Kristín,
Clifford, Woodrow, Bernice, Baklur Karitas og Jónas
heima í föðurgarði. Gunnlaugur var fyr á árum annál-
aður kraftamaður, mikilvirkur og velvirkur, hann er stein-
smiður og hefir oft unnið við það á sumrin, en að fisk-
veiði hefir hann þó mest starfaS síðan hann settist hér að.
Þau hjón eiga gott hús héu í bænum og 2 ekrur af landi.
Ef þú vilt búa þar í nágrenni, sem þú færð aldrei olnboga-
skot, þá settu þig niður við hliðina á þeim hjónum Gunn-
laugi og Kristínu konu hans.
Jónas Ingimar Schaldemose bróðir Gunnlaugs, þeir
eru tvíburar. Jónas kom hingað til Winnipegosis sama ár
og bróðir hans. Þættir þeirra verða eins líkir og þeir eru
skyldir. Uppvaxtarárin þau sömu og atvinna hvað fisk-
veiði áhrærir eins. Á yngri árum var Jónas meira hjá
foreldrum sínum, vann þó utan heimilis hjá ýmsum eins
og altítt var, einkum á frumbýlings árum íslendinga hér í
þessu landi. Jónas hefir mest stundaS fiskveiði síðan
hann flutti hingað. Hann er góður fiskimaður og kapp-
samur við hvaða verk sem hann vinnur. Geta má þess
að fiskveiði að vetrarlagi hefir fengið orð fyrir það að