Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Síða 155
153
II.
Eftir Annálum 19. aldar.
Jón Andrésson smiður bjó í Skógskoti í Dalasýslu fyrri
part búskapar síns og þar var hann ]?egar hann komst í
peningamáliS 1817 sem kært var fyrir Skúla sýslumanni
á Skarði á Skarðströnd, og af því miklar líkur bárust á
Jón, þorði sýslumaður ekki að hleypa málinu hjá sér;
feldi því sýslumaSur dóm í máli Jóns annan ágúst sama
ár, á þá leið, að hann dæmdi hann frá mannvirðingum og
lífi, og að svara öllum skaðabótum og málskostnaði. Er
sagt að sýslumanni félli slíkt mjög þungt; hafSi hann nú
Jón í járnum, og var mál manna að þau hefðu ekki hald-
ið honum, og kendu um fjölkyngi, en aðrir eignuðu það
lagvirkni hans þótt ólíklegt sé, et' hann hefir leikið það
oft, og lásinn þó ekki gjörður traustari, hefði sýslumaður
kært sig um að gefa því gaum. Mælt er að Bogi á Staðar-
felli Benediktsson tæki hann í sína ábirgð, er hann átti
aS vera í haldi, og léti hann smíða og vinna það sem til
féll, og reyndi hann aldrei að strjúka þó laus væri. 1818
árið eftir að hann var dæmdur í héraði (segir sami ann-
áll) á þessu ári var héraðsdómur í máli Jóns smiðs stað-
festur af yfirrétti; var Jón þá fluttur suSur til Viðeyj-
ar. Var hann þar um hríð með Magnúsi Stephensen kon-
ferenzráði, og yfirdómari í landsyfirréttinum og þar
komst Jón úr máli þessu. En aldrei meðgekk Jón þessa
sök, lék sá orðrómur á, að Magnús hefði liSsint honum,
og virt þar til, hans afburða hagleiks íþrótt. fOrðrétt tek-
ið eftir annál).
Athugasemd: Svo alt útlit er fyrir að Jón hafi ekki
veriS lengur í haldi en 2 ár, því ekki var hann lengi í
haldi í Viðey. Sumir segja í 2 vikur og aðrir skemur,
því á þeim tíma gjörði hann góðan kikinn fyrir
Magnús. Um alt það málavafstur, sem hlaust af héraðs-
dómi Skúla og Sigurðar Guðlaugssonar sýslum., sem báð-