Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Síða 125
Í2B
EyjafirÖi.*) Þau foreldrar Stefáns bjuggu mörg ár í
Bitrugerði í Glæsibæjarhrepp. FaÖir Stefáns dó þegar
hann var 6 ára. Fyrstu árin þar á eftir, var hann hjá
móður sinni, en 10 ára var honum komið i dvöl hjá öðr-
um og mun hann eftir það haía oröið að vinna fyrir sér.
Og víst er um það, að litla æskugleði tók hann með sér
í veganesti til fullorðins áranna. Hann kom heiman af
íslandi árið 1888. Kvæntist 1898; fluttist til BJaine
1906 og hefr verið þar síðan, að undanteknum tveim ár-
um, sem hann var í Vancouver. Börn þeirra hjóna eru
fjögur: Halldór Guðbrandur, jóhann Alexander, báðir
kvæntir hérlendum konum, annar til heimilis i Belling-
ham, hinn í Aberdeen, Wíash.; Ólöf Ernilía, gift hérl.
manni, búa nálægt Custer, Wash. og Matthildur Lovisa,
heima hjá foreldrum sínum. Öll eru ibörnin vel gefin og
mannvænleg.
Björn Jónsson Rúnólfssonar og Geirlaugar Björns-
dóttur, er ættaður úr Reykjavik, og fæddur 1883. Kom
að heiman til Canada 1904. Var austur þar í Manitoba
rúmt ár. Fluttist vestur á Strönd 190Ó og verið á ýms-
um stöðum, s. s. Ocean Falls, Vanoouver, en lengst i Blaine
og unnið viö hvað sem fyrir hendi varð, þar til nú fyrir
fáum árum, að hann keypti nokkrar ekrur af landi urn 5
mílur frá Blaine, með góðu húsi á, og býr þar nú. Kona
hans er Guðbjörg Jónsdóttir Hjaltasonar ættuð úr
Strandasýslu. Þau eru bæði myndarleg og Björn talinn
ágætur verkmaður.
Magnús Binarsson Grandy er sonur Einars Grímsson-
ar og Ágústu Magnúsdóttur Guðmundssonar frá Sandi í
*)pessar upplýsingar eru frá hr. G. Thorleifssyni að Gardar,
N. Dak., hér nokkuð styttar.