Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Qupperneq 43
41
all-langur fjallahryggur, meS einkar fögrum ásum og
dölum, hrífur útsýnið þar bæöi innlenda og útlenda, sem
þangaÖ koma. MeÖfram Mörkinni aÖ sunnan er stórt
vatnsfall, sem Krossá heitir, er rennur í vestur. Norðan
við Mörkina er Markarfljót, fellur það fram úr gljúfr-
um, og sameinast Krossá, því vestan við Þórsmerkurrana.
Stórir partar af Þórsmörk eru skógi vaxnir. Er sveit
þessi eign nokkurra bænda i innri hluta Fljótshlíðar, eiga
þeir þar fé, sem úti gengur bæð sumar og vetur, og er
mjög vilt aö sögn. Tvær ferðir eru farnar á ári hverju
fram í þetta hérað; á vorin til að rýja og að haustinu ti)
að sækja slátrunarfé. Eru þeir dagar, sem til þess fara,
einkum mörgum hinna ungu, mikið tilhlökkunarefni.
Eg hefi nú dvalið um stund á Þórsmörk, sem blasir
við sjónum af Rauðuskriðum. Eg hefi aðeins minnst á
Gunnarshólma, sem Jónas Hallgrímsson kvaö um hið
þjóðfræga kvæði, sem margir kannast við, en allir, sem
íslenzku mæla ættu að kunna:
Skein yfir landi sól á sumarvegi
og silfurbláan Eyjafjallatind,
gullrauðum loga glæsti seint á degi.
Við austur gnæfir sú hin mikla mynd, o. s. frv.
Fátt eður ekkert hefir betur lýst hinni yndislegu nátt-
úrufegurð í þessum söguríku sveitum, en þetta kvæði
Jónasar, og naumast hefir nokkurt af hinum íslenzku
S'káldum komist jafnlangt í snildinni, enda hafa fá ætt-
jarðarkvæöi náð slíkum tökum á hjarta þjóðarinnar, sem
kvæðið Gunnarshólmi.
Þá hefir og þjóöskáldið Þorsteinn Erlingsson kveðið
fagurlega um Fljótshlíðina, en hann var þar uppalinn eins
°g Bjarni. Þetta fagra erindi er úr einu kvæði hans:
Þú hafðir mig ungan í armana lagt,
eg undi mér bezt í þeim höndum,
og ]iaö hefi’ álfunum svarteygðu sagt