Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Side 149
147
hafði hreppstj. sett járn á fætur hans líka, og duttu þau
af eins og á úlnliðum, og engin járn toldu á Jóni. Sagði
hann hreppstj. a<5 ]?að væri ekki til neins aö setja járn á
sig, hann gæti komiÖ þeim af sér. Var þetta kent séra
Magnúsi tengdaföður hans, því hann var álitinn fjöl-
kunnugur.
Þetta peningamál stóÖ yfir í fleiri ár, var Jóni loks
komið í varðhald hjá Magnúsi Stephensen í Viðey, var
þá 'búiÖ aö setja sýslumann frá embætti, því hann hafði
dæmt að hægri höndin yrði tekin af Jóni. Þótti sá dómur
dæmdur eftir líkum, því Jón meðgekk aldrei annað en
það sem hann bar fram í fyrstu. Hafði sá maður, er
varði málstað Jóns komið því til leiðar að sýslumaður var
settur frá. Jón Ögmundsson hét verjandi afa míns, var
bóndi þar í sveitinni, en alt vitið sótti amma mín til föður
sins séra Magnúsar, en svo hafði þessi Jón, verjandi afa
mins all-mikið orð á sér fyrir að vera lögfróður.
Nú er Jón var hjá M. Stephensen og liðin voru nokk-
ur ár, og hann bar ætíð fram það sama, var það einn dag
að Stephensen kemur til Jóns og segist eiga kíki, sem sé
i ólagi, hefði hann sent kíkinn til annara landa, en enginn
gæti gert við hann, og ef Jón gæti nú gert við klíkinn,
skyldi hann hjálpa honum til að losast úr þessari mála-
flækju. Svo fær Jón kíkinn og er nú látinn vera einn í
herberginu og er lokað hurðinni; var Stephensen á verði
utan við dyrnar. Eftir tiltekinn tíma opnar Stephensen,
er Jón þá búinn að eiga eitthvað við kíkinn; þegar
Stephensen reynir hann, segir hann að hann sé eins góður
og nýr, og sjái hann nú að hann sé sannur að sök með að
hafa búið til peninginn, sé honum nú óhætt, þar sem þeir
séu tveir einir, að segja sér hið sanna. Jón sagöist ekki
geta sagt annað ,en það sem satt væri, og sem hann hefði
sagt í fyrstu. Hafði M. St. haft tvo menn útan dyra
til að heyra hvað Jón segði, svo hann gæti kallaö þá sem