Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Qupperneq 102
100
1915 til Red Deer Point, Manitoba og hefir búitS þar
síðan. Stundar mest kvikfjárrækt og býr þar góÖu búi.
Pétur er þrígiftur, fyrsta kona hans hét Ingunn Pálma-
dóttir, Skaga-Pálma, sem margir kannast viÖ með þvi
auknefni, Ingunn dáin fyrir mörgum árum; önnur kona
Péturs var Guörún Guðmundsdóttir, þá ekkja eftir Guð-
mund ísleifsson, ættuð úr Vestmannaeyjum. Hún dáin
hér í bygð fyrir nokkrum árum. Þriðja 'kona Péturs er
austurrísk að ættum. Börn Péturs og fyrstu konu lians
Ingunnar Pálmadóttur eru þessi: Gísli, giftur Lilju Sig-
urðardóttur, trésmiðs í Winnipeg Einarssonar, gullsmiðs
á Gimli, Sigurðssonar. Gísli tók þátt í stríðinu mikla frá
17. marz 1916 til stríðsloka. llann tók heimilisrétt á
Red Deer Point, á því landi býr faðir hans nú, en Gísli
stundar fiskveiði. Hann er röskur maður til vinnu. María
gift. ("Sjá um hana við þátt Stefáns Jónssonar). Ingi,
giftur konu af austurriskum ættum. Hann stundar fisk-
veiði. Björgvin, ógiftur, stundar fiskveiði. Annað
hjónaband Péturs var barnlaust, en með austurrísku kon-
unni hefir hann eignast eina dóttur mjög myndarlegt
barn. Pétur unir vel hag sinum á Red Deer Point, enda er
hann ótrauður að láta þá bygð njóta sannmælis fyrir þá
kosti, sem hún er gædd.
Jóhann Jónsson Norman bróður Péturs Norman bjó
nokkur ár á Tanganum, flut'ti þaðan og býr nú að eg held
vestur á Kyrrahafsströnd.
AndrSs Rasmussen er fæddur 14. júlí 1871 i Fagra-
dal i Vopnafirði, foreldrar hans Árni Sigurðsson, ættað-
ur úr Breiðdal í S.-Múlasýlu og kona hans Kristjana
Stefánsdóttir, ættuð úr Eyjafirði. Andrés ólst upp hjá
Andrési Rasmussen pósthúshaldara þá á Seyðisfirði og
konu hans Önnu Stefánsdóttur, móðursystur sinni og er