Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Side 54
52
sonar. Hár og mikill jninnisvarði stendur enn í dag yfir
leiöi Tómasar prófasts í kirkjugarÖinum á Breiðabóls-
stað. Eftir Tómas prófast látinn kvað Jónas Hallgrims-
son:
“Dáinn, horfinn, harma fregn.” o. s, frv. Telja það
sumir eitt af allra beztu kvæðum Jónasar,
Siðari hluta nítjándu aldarinnar, á æskuárum þess er
þetta ritar, bjó að Breiðabólsstað hinn fjölfróði gáfu-
maður Skúli prófastur Gíslason, einn af allra mestu kenni-
mönnum þeirrar aldar, að dómi samtíðarinnar. Var hann
maður mikill vexti og stórskorinn, svipmikill og allra
manna skörulegastur. Gleðimaður var hann mikill, og
hrókur alls fagnaðar á mannamótum. Var það sönn unun
fróðleiksfúsum mönnum að vera í návist séra Skúla,
Kona hans var Guðrún Þorsteinsdóttir, prests frá Reyk-
holti, Helgasonar. Guðrún var mikil kona vexti, fríð
sýnum og tíguleg. Bar yfirbragð hennar og framkoma
öll vott um ættgöfgi og sanna mentun, Þótti sóknarbörn-
um hennar hún vera flestum kostum búin, enda var hún
virt og elskuð yfir alla Fljótshlíð.
Um daga Skúla prófasts var búskapurinn rekinn í stór-
um stíl á Breiðabólsstað þar var fjöldi hjúa, konur og
karlar. Valdist þangað aðeins hiö bezta fólk, því þar
vildu allir vera. Þótti heimilisvist þar vera á við hinn
bezta skóla, auðguðust líka allir, sem þar dvöldu að and-
legri og veraldlegri þekkingu, ef annars voru móttækilegir
fyrir fróðleik. Var heimilið á Breiðabólsstað eitt hið feg-
ursta á íslandi á þeirri tíð; fylgdist þar líka að í ríkum
mæli alls kyns rausn og göfugmenska. Sá, sem þetta
ritar var þá ungur og næmur fyrir því góða, og glögga
eftirtekt veitti hann einnig mikilmennum samtíðarinnar.
Eru honum enn í minni þessi tvö fyrirmyndarheimili,
Barkarstaðir og Breiðabólsstaðir, sem þá voru fyrirmynd
annara heimila og langt á undan samtíö sinni. Er Skúli