Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Blaðsíða 71
69
byggjast. Fyrsta veturinn þeirra þar gekk hin alræmda
kúabóla og ber Jión þess merki að hún hafi komiS á heim-
ili hans, samt dó enginn úr fjölskyldu foreldra hans af
völdum hennar. Jón ólst upp með foreldrum sínum þar
í bygð, heimili þeirra var nefnt Mæri. Ungur fór hann
að bera haga hönd á smíðar, bæði tré og járn, því hann
er maður dverghagur að eðlisfari, enda lagt gjörva hönd
á flest, sem hefir lotið að smíðum og gjört þá atvinnu að
æfistarfi sínu. Til þessarar bygðar kom hann 1899 og
hefir að mestu leyti átt hér heima síðan. Jón er giftur
konu af enskum ættum, faðir hennar var frá Bandaríkjun-
um en móðir canadísk. Híún er ágæt húsmóðir og mesta
dugnaðar og sóma kona. Jón hefir verið ákafur starfs-
maður um æfina, og mikilvirkur að hvaða smíði sem
hann vinnur. Hamar, sög og steðji eru daglegir söngvar-
ar í smiSjunni hjó Jóni Rögnvaldssyni og vart munu þau
smiðju hjú þegja á sig ryð meðan hann gengur þar um
lása. Jón og kona hans hafa eignast 9 börn, 1 dó í æsku,
þau, sem lifa eru þessi: Herbert, giftur Kristrúnu Hall-
fríði Kristjánsdóttur Ólafssonar frá Búð í Þykkvabæ í
Rangárvallasýslu og konu hans Guðrúnar Þorláksdóttur
frá Galtastöðum í Flóa í Árnessýslu, búsett í Foam Lake,
Sask.; Mabel, gift Brynjólfi Doll frá Mikley í Nýja ís-
landi. Hún var skólakennari nokkur ár áður en hún
giftist. Myndarleg stúlka og góður kvenkostur. Þau
búa í Winnipeg; Gordon; Vera; Clarence; Laura;
Douglas ; Elís heima hjá foreldrum sínum.
Guðmundur Guðbrandsson (Brown) er fæddur á
Skaga í Dýrafirði árið 1865. Foreldrar hans voru Guð-
brandur Jónsson og Halldís Bjarnadóttir frá Lambadal.
MóSir Halldísar var Elísabet Markúsdóttir prests að
Mýrum og Söndum í Dýrafirði. Guðmundur ólst upp á
Skaga fyrst, en eftir hann náði þroska fór hann í vinnu-
Almanak 1930, 4.