Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Síða 72
70
mensku og var þar á ýmsum stööum, bæði í fæðingarsveit
sinni, Dýrafirði og i Önundarfirði. Guðmundur varð
snemma röskur maður til vinnu og frábærlega fljótur í
öllum sendiferðum, enda oft í ferðalögum milli þeirra
fjarðanna Dýrafjaröar og ísafjarðar. Hiann var nokkur
ár vinnumaður á Veðrará i Önundarfirði, þau ár segist
hann oft hafa tölt yfir Breiðdalsheiði og að fáir hafi
orðið til ?ess að keppa um það ferðalag við sig, þó heiði
sú sé ekki löng, þá er hún hættuleið að vetrarlagi sökum
snjóflóða; heiði þessi liggur milli Önundarfjarðar og
Skutilsfjarðar, þangað í kaupstaðinn þurfti oft að senda
Guðmund. Sextiu ferðir segist hann hafa farið yfir
þessa heiði einn veturinn, sem hann var á Veðrará fbáð-
ar leiðir taklarý. Mér hefir verið sagt af mönnum, sem
þektu Guðmund heima, að hann hafi verið álitinn bezti
skíðamaður þar í fjörðunum. Frá íslandi fluttist hann
árið 1891 og settist að í Brandon, Man. og bjó þar til
ársins 1899 að hann kom til þessa bygðarlags og hefir bú-
ið hér síðan, bæði í íslenzku bygðinni á Red Deer Point
og í bænum. Guðmundur er giftur Sigurlín Hinriks-
dóttur Sigurðssonar kaupmanns á ísafirði, og Ingibjarg-
ar Gunnarsdóttur, sem kallaður var kvæða-Gunnar. Hann
var greindur maður og vel skáldmæltur. Guðmundur
hefir verið mikill vinnugarpur um dagana og ekki farið
varhluta af allri þeirri erfiðustu vinnu, sem hægt er að
leggja á mannskrafta. Spaði og haki hafa verið, og eru
enn, hans dagleg iðjutól, þegar hann er ekki að fiskiveiði.
Og grunur minn er sá, að sumir háleggirnir, sem nú eru
vaxnir upp til fullorðins ára og bjóða sjálfum tímanum
byrginn, myndu heykjast undir sumum þeim dagsverk-
um, sem Guðmundur Guðbrandsson vinnur með spaða
sínum og haka enn í dag, þó hann sé nú 65 ára að aldri.
Guðmundur og kona hans eiga 5 börn á lífi, þau eru
þessi: Guðbrandur, vinnur að vöruflutning á járnbráut-