Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Síða 46
44
Sæmundar var viðbrugÖiÖ, var hann talinn sannur bjarg-
vættur sveitar sinnar. Um 1880 var bóndi einn undir
Eyjafjöllum, sem mundi Sæmund. Hafði bóndi sá á
yngri árum verið vinnumaður í Byvindarholti. Sagði
hann þeim er þetta ritar, að hann myndi eftir 24 kúm,
sem Sæmundur hafði leyst úr fjósi og gefið fátækum.
Sonur Sæmundar var séra Tómas, prófastur á Breiða-
bólsstað. Annan son átti hann, sem Sigurður hét, tók
hann við búi föður síns, en dó ungur, sama árið og séra
Tómas. Eftir lát Sigurðar kemur í Eyvindarholt Sig-
hvatur Árnason, og giftist hann ekkju Sigurðar. Sighvat-
ur bjó í Eyvindarholti við veg og gengi um sextíu vetur,
eða alt fram yfir síðustu aldamót. Var hann maður vinsæll
mjög og velmetinn; þótti sveitungum hans engum ráðum
vel ráðið nema hann væri til kvaddur. Um langt skeið
var Sighvatur þingmaður Rángvellinga; hefir hann látið
eftir sig margar minningar um réttsýni, góðvild og prúð-
mensku, sem seint munu fyrnast í þeim sveitum.
Þá eru þrír bæir enn ótaldir upp með Markarfljóti,
er heita Syðstamörk, Miðmörk og Stóramörk. Þar bjó
Ketill Sigfússon, bróðir Þráins. í Mörk er stór og mikil
reyniviðarhrísla, talin sú stærsta og fegursta á landinu.
Er hún vaxin út úr kletti i svo kölluðu Nauthúsagili.
Margir ferðamenn hafa komið að langar leiðir til að sjá
hríslu þessa. Héðan liggur Langanes inn að Þórsmörk,
rennur Markarfljót meðfram því á sléttum eyrum, en
það hefir upptök sín inn undir Torfajökli. Vestanvert við
Þórsmörk er Grænafjall, afréttarland mikið er tilheyrir
Fljótshlíðingum, nær það alla leið til bygða í Þórólfsfelli
sem er insti bær í Fljótshlíð. í Þórólfsfelli áttu þeir
Njáll og Skarphéðinn bú, en þar er nú auðn fyrir löngu
síðan, þótt enn megi sjá þar bæjartóftir.
Enn rifjast upp fimtíu ára gamlar endurminningar
frá æskuárunum ,endurminningar um íbúa Fljótshliðar-