Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Page 96
94
þátt Stefáns Halldórssonar hér á eftir). 4. Stefán AÖal-
steinn, ógiftur heima hjá foreldrum sínum, stundar fisk-
veiÖi. 5. Kristín Sigrún, gift Lofti Jónssyni, bróður
GuÖmundar Kamban skálds og rithöfundar. Þau búa
hér í bænum. Hann er fiskimaður. 6. Jóhann Filipp,
giftur konu af skozkum ættum, 'búa hér í bænum. 7.
Kristjana Sesselja, ógift, er skólakennari. 8. Árnína Guð-
rún, gift manni af skozkum ættum, búa á Red Deer Point.
9. Ólafur Björn, ógiftur heima hjá foreldrum sínum.
Þórarinn og kona hans eru greind og skemtileg i viðræðum
og gestrisin. Börn þeirra eru dagfarsprúð og vel uppalin.
Jón Einarsson er fæddur 15. ágúst 1871 í Kollavík í
Þistilfirði. Foreldrar hans Einar Eiríksson og kona hans
Malin Sigurðardóttir, systir Séra Vigfúsar prófasts á
Sauðanesi á Eanganesi. Jón fæddist upp hjá foreldrum
sínum í Kollavík og á Fjallalækjarseli í sömu sveit til
fullorðinsára. Vistaðist þá sem vinnumaður hjá Sigríði
Guttormsdóttur, þá ekkju eftir séra Vigfús, hún bjó þá á
Sauðanesi. En fluttist ári síðar að Ytralóni í sömu sveit,
þangað fluttist Jón með henni og var þar eitt ár. Arið
1894 kvaddi hann föðurland sitt og æskustöðvar og flutti
frá gamla íslandi til Nýja íslands, og settist að í svo
nefndri Árnesbygð. Nam þar land til ábúðar og keypti
annað. Ábúðarland sitt nefndi hann Búastaði. Jón gift-
ist 1895 Sigríði Jónsdóttur Einarssonar og konu hans
Guðrúnar Jónsdóttur frá Skarði í Þykkvabæ í Rangár-
vallasýslu. Sigríður er fædd 1860 í Tóftum i sömu sveit.
Hún var 13 ár vinnukona í Hábæ í Þykkvabæ hjá merk-
ishjónunum Ólafi Ólafssyni og Ólöfu Guðbrandsdóttur.
Hún minnist þessara húsbænda sinna ávalt með kærleika.
Frá Búastöðum i Árnesbygð fluttu þau vorið 1903, þá til
Red Deer Point, settust þar að og nefndu heimili sitt
Brautarholt, bjuggu þar til vorsins 1912, fluttu þaðan