Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Side 113
111
Bjarni er fæddur 26. desember 1895 aÖ Svold, Norður
Dakota. Hann var í stríÖinu á Frakklandi frá 4. júlí
1915, þar til þvi lauk. HingaÖ til ibygÖar komu þau
Bjarni og kona hans 1923, keyptu þá bújörð hér skamt
frá bænum og hafa búið þar síðan, nú býr alt þetta fólk
félagsbúi og hefir 3 búlönd til nytja; kvikfjárrækt er
þeirra starf. Á þeirra heimili ræður ráð og dáð verkum.
Hönd veitir þar hendi og fótur fæti, óskift lið, enda er
þar fyrirmyndar búskapur. Alt er það fólk gestrisið og
alúðlegt heimsóknar.
Guðmundur Finnbogi Jónasson, fæddur 19. október
1895 að Vogar P.O., Man. Foreldrar hans eru Jónas
Kristján Jónasson, ættaður úr Skagafirði, og seinni kona
hans Guðrún Guðmundsdóttir, ættuð úr Breiðdal i Suður-
Múlasýslu. Guðmundur kom til Winnipegosis 1920, setti
hér upp verzlun og var við það starf þar til sumarið 1928
að hann seldi þá verzlun til Andrésar Rasmussen. Guð-
mundur er giftur Kristínu Guðjónsdóttur, hónda við Ár-
borg, Man. og kionu hans Salínar, þau bæði ættuð úr
Vopnafirði. Guðmundur vinnur nú við fiskisamlagið
og þau hjón búa nú i Winnipeg, voru velmetin meðan þau
dvöldu hér í bygð.
Ingólfur Andrésson, fæddur i Sauðagerði við Reykja-
vik 11. marz 1885. Foreldrar hans Andrés Gísíason og
Flelga Jafetsdóttir úr Njarðvíkum. Ingólfur fluttist frá
Seyðisfirði til Canada árið 1902, hann er giftur Ingveldi
Lárensínu Finnhogadóttur Þorkelssonar við Ileyland póst-
hús hér í fylkinu og konu hans Karólinu. Ingólfur og
kona hans bomu til WÍnnipegosis 1924 og hafa búið hér
síðan. Þau eiga 4 börn. Hann er fiskimaður.
Jón Hjáhnarsson er fæddur í Gilsárteigi í Eyðaþinghá